Þú mátt alls ekki missa af þessari myndasýningu með sjóðheitum Sony ljósmyndurum.
Páll Stefánsson er einn virtasti ljósmyndari íslendinga og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Hann hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga um allan heim ásamt því að hafa gefið út yfir 30 ljósmyndabækur. Nýjasta bókin hans „Somewhere in Iceland" er fyrsta bókin hans sem er eingöngu unnin á Sony búnað.
Jan Kejser er danskur atvinnuljósmyndari sem sérhæfir sig í auglýsinga og portrait myndatöku. Hann hefur verið Sony Ambassador undanfarin ár og hefur mikla alhliða reynslu.
Eyþór Árnason hefur mikla reynslu á myndatöku af íþróttaviðburðum og kemur m.a. til með að fylgja landsliðinu okkar á HM 2018. Hann segir frá því hvernig hann hefur nýtt sér hraða og nákvæmni Sony búnaðar við myndatökur.