Ertu geim í AS/400 veislu?

30 ár eru frá því að  IBM AS/400 leit dagsins ljós. Þess vegna ætlum við að kýla á hádegisverðarfund á Nauthóli, föstudaginn 15. júní kl. 11:00 - 14:00. 

Það er enginn annar en yfirhönnuður AS/400 og oft nefndur "faðir AS/400 tölvunnar", Dr. Frank Soltis sem ætlar að fagna þessum tímamótum með okkur og rifja upp sögu þessarar mögnuðu tölvu sem notið hefur svo mikilla vinsælda.

Þá ætlar hinn eini eitursnjalli Ómar Kristinsson, sem kom hressilega að sölu og markaðssetningu AS/400 á Íslandi frá upphafi og Björn Hilmarsson, formaður IBM i klúbbsins, rifja upp alla sætu sigra AS/400 á Íslandi í gegnum tíðina.

Dagskrá:

 • 11:00-11:15 - Emil Einarsson, veislustjórinn og partípinninn, býður gesti velkomna og stýrir stuðinu
 • 11:15-11:45 - Upphaf AS/400 á Ísland.
  Ómar Kristinsson, hokinn af reynslu, hefur góða reynslu af fortíðinni en ávallt með annan fótinn í framtíðinni
 • 11:45-12:00 - Saga hugbúnaðarþróunar og AS/400 klúbburinn.
  Björn Hilmarsson
 • 12:00-12:30 - Hádegisverður og myndasýning
 • 12:30-14:00 - Dr. Frank Soltis guðfaðir og aðalhönnuður IBM AS/400 rifjar upp söguna með sínum hætti
  - Kaffi, afmælisterta, blöðrur og læti 
  - Myndataka með Doktornum og Hörpu Hafsteinsdóttur

 Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000