Sérfræðingar frá Origo, Nutanix og Lenovo hrista upp í mannskapnum og byrja haustið með látum á VOX Club þann 6. sept. kl. 15:00-17:00.
Í boði verða sjóðheitar kynningar á því allra nýjasta í bransanum og herlegheitunum skolað niður með börger og bjór.
Fundarstjóri: Hinn eini sanni Stefán Pálsson, Bjórskólakennari og sagnfræðingur, sér til þess að engum leiðist á milli kynninga.
Ari Guðmannsson frá Nutanix kynnir lausnir frá fyrirtækinu og fjallar um spennandi nýjungar sem eru á leiðinni frá þeim.
Jacob Zeiler og Kim Serup frá Lenovo segja frá æsilegu samtarfi við Nutanix.
Andrés Hafliði Arnarson, sölustjóri, og Valtýr Gíslason, vörustjóri netþjóna og netbúnaðar, halda síðan uppi trylltri stemningu fyrir hönd Origo.
Fullbókað er á viðburðinn. Ef þú mátt bara ekki missa af þessu sendu póst á markadsdeild@origo.is.