Sérfræðingar frá Origo, Juniper og SEC Datacom kynna netbúnað frá Juniper á hádegisverðarfundi þann 26. sept. nk.
Í boði verða sjóðheitar kynningar á Juniper netbúnaði, allt frá litlum svissum og beinum fyrir skrifstofuna á Raufarhöfn upp í búnað sem knýr stærstu fjarskipta og UT gagnaver heims. Kastljósinu verður fyrst og fremst beint á þann búnað sem hentar íslenskum fyrirtækjum sem og kynnt sú öryggismiðaða hönnun sem ræður för hjá Juniper.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.