IBM í rallý-gír

Það verður allt keyrt í botn þegar við kynnum nýjustu IBM Power tryllitækin, Power9 nýjungar fyrir vélbúnað og hugbúnað, IBM Flash diskageymslur, reynslusögur af viðskiptavinum og hvernig þeir hagræddu kostnaði vegna gagnagrunnsleyfa.

Dylan Boday og Todd Boyd frá IBM verður með sjóðheitar kynningar um helstu nýjungarnar frá fyrirtækinu.

Ossi Karjalainen kemur frá Enterprise DB en fyrirtækið er með viðbætur við Postgres m.a. fyrir Oracle kúnna sem vilja flytja sig yfir í open source og spara allt að 80% í leyfiskostnaði. Ossi ætlar t.d. að tala um hvernig flugfélög hafa flutt sig úr Oracle yfir í EDB Postgres og sparað verulegar fjárhæðir.

Phill Evans er CEO hjá RDB Concepts sem eru gagngrunnsérfræðingar sem halda m.a. vinnustofur með viðskiptavinum (geta boðið ½ dags vinnustofu í september ef áhugi er fyrir hendi). Þeir hafa t.d. aðstoðað viðskiptavini við að auka afköst í Oracle. Eins hafa þeir aðstoðað viðskiptavini við að greina notkun á Oracle leyfum og hjálpað þeim að færa sig úr Oracle Enterprise í Oracle Standard og þannig sparað verulegar fjárhæðir. Þeir þekkja mjög marga open source gagnarunna og hvaða grunnar henta í mismunandi þróunarverkefni.

Dagskrá styrkt með smurolíu og glussa:

 • 08:30 Skráning - Kaffi og léttur morgunverður
 • 08:45 Gestir boðnir velkomnir
 • 08:50 POWER9 nýjungar
  - Dylan Boday, IBM
 • 09:35 IBM Flashsystem 9100
  - Andrew Greenfield, IBM
 • 10:20 Kaffihlé
 • 10:35 Postgres DB Real Customer Use Cases
  - Ossi Karjalainen, Enterprise DB
 • 11:20 IBM Power and your Database
  - Phill Evans, RDB Concepts
 • 12:15 IBM nýjungar
  - Todd Boyd, IBM
 • 12:45 Hádegismatur

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig. Þeir sem mæta á bílum með 38 tommu dekk fá óvæntan glaðning.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000