Á bólakaf með IBM storage snillingum

IBM Storage sérfræðingarnir Andrew Greenfield og Brian Sherman fara með okkur í djúpköfun í hyldýpi storage lausna. Þeir félagarnir eru ótæmandi IBM viskubrunnar og við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri og spyrja þá félaga spjörunum úr. Aldrei að vita nema Andrew og Brian laumi einhverju skemmtilegu góssi til þeirra sem spyrja krefjandi spurninga :)

Phill Evans frá RDB Concepts mætir einnig á svæðið, setur upp sundgleraugun og svamlar með okkur.

Hafsjór af IBM-fróðleik

Andrew Greenfield er með starfsheitið "Global IBM Engineer" hjá starfstöð IBM í Phoenix, Arizona. Hann er "Platinum Redbook author" og hefur tekið þátt í gerð 13 IBM Redbooks og er að vinna að þeirri fjórtándu. Hann er með gráður frá IBM, Cisco og Microsoft og hefur yfir 24 ára reynslu í uppbyggingu gagnavera fyrir 100 stærstu fyrirtæki í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið mjög náið með nokkrum framleiðendum gagnageymsla í gegnum tíðina.

Brian Sherman er með starfsheitið "Storage Distinguished Engineer" hjá IBM í Kanada. Hann er snillingur í storage lausnum. Brian er með yfir þrjátíu ára starfsreynslu í UT.

Phill Evans er CEO hjá RDB Concepts sem eru gagngrunnsérfræðingar sem halda m.a. vinnustofur með viðskiptavinum (geta boðið ½ dags vinnustofu í september ef áhugi er fyrir hendi). Þeir hafa t.d. aðstoðað viðskiptavini við að auka afköst í Oracle. Eins hafa þeir aðstoðað viðskiptavini við að greina notkun á Oracle leyfum og hjálpað þeim að færa sig úr Oracle Enterprise í Oracle Standard og þannig sparað verulegar fjárhæðir. Þeir þekkja mjög marga open source gagnarunna og hvaða grunnar henta í mismunandi þróunarverkefni.

Dagskrá og fjörfiskar

 • 08:30 Skráning - Kaffi og léttur morgunverður
 • 08:50 Gestir boðnir velkomnir
 • 09:00 A9000 and Real Customer Workloads
  - Andrew Greenfield, IBM
 • 09:40 Hot News: FS9100
  - Andrew Greenfield, IBM
 • 10:20 Kaffihlé
 • 10:30 Customer Case: Selecting the Right Storage for your Database
  - Phill Evans, RDB Concepts
 • 11:10 Deep Dive into NVMe and Storage Futures
  - Brian Sherman, IBM
 • 11:50 Hádegismatur
 • 12:30 IBM HA/DR
  - Andrew Greenfield, IBM
 • 13:10 Ransomware
  - Andrew Greenfield, IBM
 • 13:50 FlashSystem NDA - Framtíðarplön IBM í diskakerfum, viðstaddir þurfa að skrifa undir Non Disclosure Agreement
  - Andrew Greenfield / Brian Sherman, IBM

Nánari upplýsingar um dagskrána (pdf).

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig (munið eftir kútum og sundgleraugunum).

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000