VEGNA GRÍÐARLEGRA EFTIRSPURNAR HÖFUM VIÐ BÆTT VIÐ NOKKRUM SÆTUM
Svokölluð einkaský (Private Cloud) hafa rutt sér til rúms í síauknum mæli hjá fyrirtækjum, en þau færa hugbúnaðarþróun á annað og æðra stig.
Private Cloud felur í sér aukna sjálfvirkni, margfaldan vinnsluhraða og er á allan hátt gríðarlegur stuðningur við nútíma hugbúnaðarþróun. Með Private Cloud er bæði hægt að hýsa gögnin innan veggja fyrirtækisins eða út fyrir eldvegginn.
Þá tryggir „container“ tæknin (sem er einn af megin kostum Private Cloud) að hugbúnaðarsérfræðingar vinna ávallt í skýja-umhverfi sem tryggir einfalda færslu yfir í eiginlegt ský þegar þar notandi er tilbúinn fyrir slíkt.
Dagskráin er ekki af verri endanum. Hamborgari, kaldir drykkir, guðfaðir IBM Cloud Private og íslensk reynslusaga um örþjónustu hjá Wow air.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.