Sjálfsafgreiðsla og kauphegðun

Þróunin í afgreiðslulausnum (ekki síst í sjálfsafgreiðslu) er orðin geysilega hröð og fer að nálgast ljósahraða.

Þess vegna höfum við tekið saman heitustu lausnirnar frá Toshiba og Apex á þessu sviði, frá kassakerfum, afgreiðslulausnum, sjálfsafgreiðslu og yfir í lausnir sem kyngreinir og aldurgreinir viðskiptavini fyrirtækja. Síðastnefnda lausnin skapar jafnframt mikla möguleika fyrir markaðsfólk og stjórnendur varðandi kauphegðun viðskiptavina.

Þá má ekki gleyma að í lok kynningar munum við sýna Smelltu/Sæktu lausn (Click and Collect) sem Origo hefur tekið í notkun.

Dagskrá:

 • 15:00 Smelltu/Sæktu afgreiðslulausn Origo / Apex supplychain
  - Gavin Burt, Apex.
 • 15:30 Afgreiðslulausnir eru ekki bara kassakerfi (TCx800)
  - Raine Haapasaari, Toshiba.
 • 15:50 Nýir möguleikar með talningarmyndavélum (TCx Elevate signals)
  - Raine Haapasaari / Usman Tariq, Toshiba.
 • 16:20 Sjálfsafgreiðsla hjá Dominos á Íslandi
  - Ari Hróbjartsson / Hreinn Eggertsson, Origo.
 • 16:30 Lauflétt spjall og hressandi veitingar

Frjáls tími í lok fundar: 

 • Kíkt undir húddið á Toshiba TCx800. 
 • Þú gætir unnið óvænta vinninga í Smelltu/Sæktu skáp Origo.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000