Þróunin í afgreiðslulausnum (ekki síst í sjálfsafgreiðslu) er orðin geysilega hröð og fer að nálgast ljósahraða.
Þess vegna höfum við tekið saman heitustu lausnirnar frá Toshiba og Apex á þessu sviði, frá kassakerfum, afgreiðslulausnum, sjálfsafgreiðslu og yfir í lausnir sem kyngreinir og aldurgreinir viðskiptavini fyrirtækja. Síðastnefnda lausnin skapar jafnframt mikla möguleika fyrir markaðsfólk og stjórnendur varðandi kauphegðun viðskiptavina.
Þá má ekki gleyma að í lok kynningar munum við sýna Smelltu/Sæktu lausn (Click and Collect) sem Origo hefur tekið í notkun.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.