Leiktu þér í vinnunni (FULLBÓKAÐ)

Flippaði vísindamaðurinn vill hafa gaman í vinnunni

Viltu hafa gaman í vinnunni, auka sköpunarkraftinn og öðlast kannski meiri hamingju?

John Cohn (IBM Fellow) er yfirlýstur nörd með yfir 30 einkaleyfi á samviskunni og er einn virtasti verkfræðingur IBM. John er einstaklega litríkur persónuleiki og heldur því fram að til þess að ná árangri verði maður að hafa gaman.

Með partíljós á hausnum

John segist aldrei vera eins skapandi, afkastameiri og áhrifaríkari en þegar hann leikur sér í vinnunni. Þegar hann segir „leika“ á hann við að tileinka sér barnslegt sakleysi.

Leikurinn snýst þess vegna ekki aðeins um að hafa gaman í vinnunni, heldur eykur hann sköpunarkraftinn. Fólk getur endurheimt barnslega hugarástand með því að ímynda sér að það sé ennþá sjö ára.

Ef vinnan er ekki skemmtileg lengur, þá er hún bara vinna. Sem er einmitt ástæðan fyrir að hún heitir vinna.

Þú vilt ekki missa af John Cohn í rannsóknarstofusloppnum sínum í öllum regnbogans litum, með Einstein hárgreiðsluna og partýljós á hausnum. Hann er fyrst og fremst skemmtilegur og það passar við mottóið hans: Gerum hlutina skemmtilega. 

Yfirlýstur nörd

John er yfirlýstur nörd. Frá átta ára aldri vissi hann að sig langaði til að vera verkfræðingur, fann sér nördaskóla, nördastarf og meira að segja konu sem er nörd - eða í það minnsta verkfræðingur eins og hann.

Stýrir gervigreindarstofu MIT-IBM

Cohn stýrir nú gervigreindarstofu MIT-IBM. Frá stofnun stofunnar árið 2017 hefur þar verið hleypt af stokkunum yfir 50 verkefnum á borð við þau að kenna gervigreind táknræna röksemdafærslu, að yfirfæra þekkingu af einu sviði á annað, hvernig eigi að halda fókus og vinna óhlutdrægt. Að byggja brýr milli háskólarannsókna og atvinnulífsins.

Af hverju flippaði prófessorinn?

Áður starfaði John sem fyrirlesari við höfuðstöðvar IBM IOT í Munchen. Þar vann hann að verkefnum og flutti fyrirlestra víða um heim um það hvernig fyrirtæki og stofnanir í hinum ýmsu geirum geta unnið með IOT.

Hann tók einnig þátt í bandarískum raunveruleikaþætti, The Colony, þar sem hann ávann sér titilinn „klikkaði (nutty) prófessorinn“.

Léttur hádegisverður verður á boðstólum.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000