Canon hátíð í Hörpu

Fangaðu framtíðina með Canon

Origo stendur fyrir Canon hátíð í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 30. nóvember þar sem íslensku ljósmyndararnir Ragnar Axelsson, Rut Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ásamt Portúgalanum Joel Santos segja frá sínum verkefnum. Þá mun einn helsti EOS sérfræðingur hjá Canon Europe segja frá EOS R og framtíðarsýn Canon.

Við verðum með mikið úrval af Canon ljósmynda-, vídeó- og prentbúnaði auk linsubúnaðar sem gestir geta skoðað og prófað, m.a. hina nýju EOS R og RF linsur. Hægt verður að taka myndir og vídeó af skemmtilegum viðfangsefnum og því er um frábært tækifæri að ræða fyrir alla sem starfa við eða hafa ástríðu fyrir ljósmyndun og kvikmyndagerð.

Auk þess verða sérfræðingar í NiSi filterum á staðnum og þá verður úrval af aukahlutum, t.d. frá Manfrotto, SIRUI og ljósaframleiðendum.

Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan er haldin, en alltaf hefur verið fullbókað á hana.

Glæsilegt sýningarsvæði opnar kl. 11:00

Á sýningunni geta gestir skoðað og prófað mikið úrval af Canon ljósmynda-, töku- og prentbúnaði auk linsubúnaðar, m.a. hina nýju EOS R og RF linsur.

Stórskotalið stórskemmtilegra fyrirlesara

 • Joel Santos

  Joel er fæddur í Portúgal hefur birt myndir sínar og skrif í fjölda tímarita á sviði ljósmyndunar, ferðamennsku o.fl. Á meðal viðskiptavina hans eru Microsoft, IKEA, ABC Studios, Rough Guides, National Geographic Traveller, Canon, Samsung o.m.fl.

  Hann hefur unnið nokkur verðlaun í ljósmyndun, bæði í heimalandi sínu sem og alþjóðleg, m.a. First Prize (2006) og Honorable Mention (2007) í Nature of Prémio Fotojornalismo Visão/BES (World Press Photo jury and standards), og aðal verðlaunin í Travel Photographer Of The Year (2016).

  Joel er höfundur sjö bóka, m.a. metsölubókarinnar "FOTOgrafia: Luz, Exposição, Composição, Equipamento" (Photography: Light, Exposure, Composition, Equipment), "INDIA – The Color of Contrast" (coffee table book), "FOTOpad" (field guide), "FOTOcomposição" (composition), "FOTOedição" (eftirvinnsla með Lightroom and ACR) og "FOTOhdr" (HDR).

  Frá 2007 til 2010 var hann ristjóri hins vinsæla ljósmyndatímarits "O Mundo da Fotografia Digital".

  Joel leiðir einnig ljósmyndaferðir og vinnustofur víðs vegar um heiminn.

 • Rut Sigurðardóttir

  Rut Sigurðardóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og kvikmyndatökukona á Íslandi. Hún hefur starfað á sviði auglýsinga og tísku, fyrir tímarit, blöð og bækur, og við heimildamyndagerð, og hlotið verðlaun fyrir. Á samfélagsmiðlum má einnig fylgjast með fjölda ævintýra hennar á innlendri og erlendri grundu á myndrænan hátt.

 • Vilhelm Gunnarsson

  Vilhelm Gunnarsson hefur starfað sem blaðaljósmyndari frá 2003, fyrst á Fréttablaðinu en nú á visir.is. Vilhelm mun í fyrirlestri sínum fjalla um íþróttaljósmyndum en hann hefur myndað flesta af merkustu íþróttaviðburðum sem íslenskt íþróttafólk hefur tekið þátt í, bæði heima og erlendis undanfarin 16 ár. Vilhelm hefur unnið til fjölda verðlauna og er einn af okkar reyndust blaðaljósmyndurum.

 • Ragnar Axelsson (RAX)

  Ragnar Axelsson eða RAX eins og hann er jafnan kallaður þarf vart að kynna fyrir Íslendingum og hvað þá ljósmyndurum. RAX var með fyrirlestur á fyrstu Canon hátíðinni í Hörpu 2012 og við fengum hann aftur með okkur í lið í ár í tilefni bókar hans sem ber heitið Jökull en bæði bókin og sýning hans í Ásmundasal hafa fengið mikið lof. Þá mun RAXI segja okkur frá komandi verkefnum.

Auk þeirra mun Michael Burnhill, Photo Product Specialist hjá Canon Europe, m.a. fjalla um hina nýju og mögnuðu Canon EOS R og RF linsurnar sem og fleira nýtt frá Canon.

Dagskrá

 • 11:00 Sýningarsvæði opnar
 • 13:00 Finnur Oddsson, forstjóri Origo
 • 13:15 Joel Santos
 • 13:55 Mike Burnhill, Canon
 • 14:15 Hlé
 • 14:45 Rut Sigurðardóttir
 • 15:05 Vilhelm Gunnarsson
 • 15:25 Hlé
 • 15:45 RAX
 • 16:15 Ráðstefnulok

Ókeypis er á ráðstefnuna en nauðsynlegt að skrá sig.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000