Við hjá Origo, í samstarfi við Úrval Útsýn, höfum sl. 18 ár farið með kennara á Bett skólasýninguna í London en fagaðilar telja þessa sýningu eina bestu sinnar tegundar á Bretlandseyjum. Sýningin fer fram í ExCeL sýningarhöllinni í London.
Bett sýningin fer fram dagana 23. - 26. janúar 2019 og verða 850 fyrirtæki og 103 spennandi frumkvöðlafyrirtæki á sýningunni. Að venju verða kynntar heitustu nýjungarnar í skólastarfi og nýjasta kennsluefnið auk þess sem hægt er að sækja fjölda fróðlega fyrirlestra. Búist er við að um 35.000 manns sæki sýninguna.
The Education Show fer fram dagana 24. - 25. jan. í Excel sýningarhöllinni. Þar verður boðið upp á vörur, nýjungar og lausnir fyrir skólastarf, frá leikskólaaldri og upp úr.
Allar nánari upplýsingar um ferðina, ferðatilhögun og bókanir er að finna hjá Úrval Útsýn.