Vitsmunavélin Watson gegn fjársvikum

IBM tæknirisinn, sem er leiðandi í fjártæknilausnum, hefur yfir að ráða vitsmunavélinni Watson og öðrum lausnum sem svara kalli banka og fjármálafyrirtækja fyrir þá stafrænu umbreytingu sem nú er í gangi. Watson byggir á hugrænni tölvun (Cognitive computing), sameinar mannlega vitsmuni og býr yfir getu til þess að vinna úr og geyma áður óþekkt magn gagna, með meiri hraða en áður.

Við höfum fengið til liðs við okkur helstu sérfræðinga IBM í Evrópu í fjártæknilausnum sem munu kynna nýjar lausnir, svo sem varnir gegn peningaþvætti, notkun á gervigreind gegn fjármálasvikum og ráðgjöf vegna opnun bankakerfisins (Open banking). Slíkar lausnir hafa allar það sammerkt að auka skilvirkni, uppfylla enn betur þarfir viðskiptavina, auka öryggi og tryggja áhættustýringu.

Svo má ekki gleyma matnum; klassískur hamborgari, franskar og tilheyrandi sem við berum fram á meðan á kynningum stendur en þær fara fram í sal H á Hilton Nordica (2. hæð) og hefjast kl. 11 og lýkur um kl. 13.

Dagskráin er eftirfarandi:

 • Stafræn umbreyting fjármálakerfisins
  - Anton Már Egilsson, forstöðumaður öryggislausna hjá Origo
 • Varnir gegn svikum-reynsla Borgunar af lausnum IBM
  -Pétur Friðriksson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Borgun
 • Watson Financial Services – RegTech and Financial Crime
  - Henrik Koch, IBM Watson FSS Sales Nordic &  Emmanual Lawal, Technical Sales, WFSS
  * Fraud prevention – a Fraud prevention platform live in Iceland
  * Financial Crime Platform – AML Alert Insight
  * Using AI in Claims Fraud
  * Reference examples
 • Financial Risk
  -Theo Stampoulis, WW-Head of Pre Sales Sell Side Risk Analytics at IBM.
  *A multi-tenancy approach meeting regulatory compliance while supporting best risk practices for Financial Institutions. 
 • IBM Financial Cloud platform
  - Jan Gregersen, IBM WFSS Sales Europe
  * Open Banking (PSD2)
  * IBM’s Financial Cloud platform
  * Instant Payments: A platform supporting all payments incl. Instant Payments, SEPA and Swift
  * Demonstration

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000