IBM tæknirisinn, sem er leiðandi í fjártæknilausnum, hefur yfir að ráða vitsmunavélinni Watson og öðrum lausnum sem svara kalli banka og fjármálafyrirtækja fyrir þá stafrænu umbreytingu sem nú er í gangi. Watson byggir á hugrænni tölvun (Cognitive computing), sameinar mannlega vitsmuni og býr yfir getu til þess að vinna úr og geyma áður óþekkt magn gagna, með meiri hraða en áður.
Við höfum fengið til liðs við okkur helstu sérfræðinga IBM í Evrópu í fjártæknilausnum sem munu kynna nýjar lausnir, svo sem varnir gegn peningaþvætti, notkun á gervigreind gegn fjármálasvikum og ráðgjöf vegna opnun bankakerfisins (Open banking). Slíkar lausnir hafa allar það sammerkt að auka skilvirkni, uppfylla enn betur þarfir viðskiptavina, auka öryggi og tryggja áhættustýringu.
Svo má ekki gleyma matnum; klassískur hamborgari, franskar og tilheyrandi sem við berum fram á meðan á kynningum stendur en þær fara fram í sal H á Hilton Nordica (2. hæð) og hefjast kl. 11 og lýkur um kl. 13.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.