Origo, í samstarfi við Fjártækniklasann, býður til spennandi fundar um gervigreind þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að nýta gervigreind til að ná betri árangri í rekstri.
Færustu sérfræðingar IBM og H2O í gervigreindarlausnum munu fræða viðstadda um þá gríðarlegu möguleika sem felast í notkun gervigreindar og fara yfir raunveruleg dæmi um ávinning gervigreindar m.a. í fjármálageiranum.
Yngvi Björnsson mun síðan fjalla um notkun gervigreindar hjá íslenskum fyrirtækjum.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.