Af hverju eru Danir svona góðir í rafíþróttum?

Danir eru leiðandi í heiminum í rafíþróttum. Fimmti hver Dani spilar rafíþróttir og alvöru spilurum fjölgar um 150% á hverju ári. Hvernig getur danska Astralis liðið, sem spilar Counter-Strike: Global Offensive, fyllt íþróttaleikvanga á heimaleikjum sínum? Hver er sagan á bak við ótrúlegan árangur Dana í þessari íþrótt og hvernig hefur íþróttin farið úr því að vera vinsæl meðal þröng hóps spilara yfir í að vera skipulögð í gegnum íþróttafélög, skóla og unnin í samvinnu við sveitarfélög?

Hver er staða rafíþrótta á Íslandi og hvernig ætlum við að búa okkur undir ört vaxandi þátttöku almennings? Gallup kynnir spánýja könnun um tölvuleikjanotkun Íslendinga. 

Hver er skilgreining á íþrótt? Er einungis hægt að skilgreina hreyfingu eða líkamlega áreynslu sem íþrótt eða ætti að horfa til þess líkamlega og andlega álags sem fylgir keppni í rafíþróttum og þess heilbrigða lífsstíls sem er skylda fyrir atvinnufólk í slíkri grein?

Af hverju setur Alþjóðlega ólympíunefndin út á siðferðilega hluta tölvuleikja?

Hvernig getur skipulagt starf í kringum tölvuleiki dregið úr þess heildartíma sem eytt er í tölvuleiki, aukið ánægju og dregið úr skjáfíkn, eins og reynslan sýnir í Finnlandi?

Keppendurnir

Jens Christian Ringdal er líklega einn reynslumesti Daninn þegar kemur að rafíþróttum. Hann er fyrrverandi formaður danska rafíþróttasambandsins og einn af stofnendum alþjóðlegu rafíþróttasambandsins. Hann er einn af stofnendum YouSee eSportligaen, fyrstu áhugamanna rafíþróttakeppnina, í Danmörku sem nær til þúsundir danskra ungmenna í viku hverri. Þá stofnaði Ringald 'Roskilde eSport' sem eru elstu rafíþróttafélag Danmerkur, í nánu samstarfi við bæinn Hróarskeldu.

Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, sem eru félagssamtök með það að markmiði að kynna rafíþróttir á Íslandi og veita aðstoð við uppbyggingu þeirra hér á landi.

Friðrik Björnsson, viðskiptastjóri Gallup.

Kristján Einar Kristjánsson stýrir keyrslunni enda þaulvanur Formúlu 3 kappi. 

Viðburðinn er hluti af UTmessu vikunni 3.-10. febrúar.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000