Komdu auga á vinningshugmyndina

Omar Johnson, fyrrum markaðsstjóri Beats by Dre, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Apple og stjórnandi hjá Nike.

Þegar Omar Johnson tók við hjá Beats by Dre skapaði hann flatt skipulag og hvatti alla; nýja sem gamla starfsmenn, að taka þátt í hugmyndavinnunni. Um leið lagði hann áherslu á samtal við raunverulega notendur vörunnar í stað gagnaöflunar. Á þessum tíma fór Beats úr því að vera 180 milljón dollara fyrirtæki í alþjóðlegan risa upp á 1,1 milljarð dollara.

Omar Johnson mætir til landsins 18. október og miðlar af reynslunni um hvernig á að þekkja vinningshugmyndina. 

Af hverju Omar Johnson og Origo?

Hlutverk okkar hjá Origo felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Til þess þarf að koma auga á vinningshugmyndina!

"Brand Genius 2013"

Omar Johnson er frumkvöðull, fyrrum markaðsstjóri Beats by Dre og fyrrum aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Apple. Hjá Beats Electronics bar Johnson ábyrgð á vörumerkjaþróun, auglýsingamálum, smásöluásýnd, markaðssetningu í afþreyingar- og íþróttageiranum ásamt rafrænni markaðssetningu og stafrænum auglýsingum á alþjóðlegum vettvangi. Adweek tilnefndi hann „Brand Genius“ árið 2013 og Business Insider tilnefndi hann einn af „Most Innovative CMOs“ árið 2016.

 Í tíð Johnson fór Beats úr því að vera 180 milljón dollara fyrirtæki í alþjóðlegan risa upp á 1,1 milljarð dollara og leiðtoga á sínu sviði sem átti söluhæstu gæðaheyrnartólin í Bandaríkjunum og Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Suður Kóreu og Singapúr.

Hvernig urðu heyrnartólin fyrsta val tónlistar- og íþróttafólks?

Johnson sprengdi upp vöxtinn sölu heyrnartóla með frumlegum herferðum á borð við #ShowYourColor fyrir Solo, herferð fyrir Powerbeats með LeBron Janes og herferðina The Pills sem skartaði Chris Rock og Eminem. Hann teikaði grimmt í markaðssetningu (ambush marketing) og fékk áhrifavalda til að stækka vörumerkið – nýtti sér viðburði þriðja aðila til að gefa tónlistar- og íþróttafólki heyrnartól – sem varð fljótlega til þess að Beats varð fyrsta val besta tónlistar- og íþróttarfólks í heimi þegar kom að heyrnartólum.

„Rise“ með LeBron James

Áður leiddi Johnson frumlegar og nýstárlegar markaðsherferðir fyrir alþjóðleg vörumerki á borð við Nike, Coca-Cola, Kraft Foods og Campbell Soup. Sem stjórnandi á auglýsingasviði Nike framleiddi Johnson sumar af eftirminnilegustu sjónvarpsauglýsingum Nike, til dæmis „Rise“ með LeBron James, „All Together Now“ með Kobe Bryant og „The Most Valuable Puppets“.

Johnson hleypti líka af stokkunum Nike+ tónlistarveitunni og byggði þannig upp fyrsta tekjumyndandi samstarf Nike við tónlistarútgáfurnar. Johnson og teymið hans settu saman fyrstu íþróttatónlistarveitu geirans ásamt Universal, Interscope, Sony, Capitol, Def Jam og yfir 25 óháðum tónlistarútgáfum. Í gegn um þetta samvinnuverkefni seldust meira en 5 milljón lög auk þess sem það dýpkaði sambandið milli tónlistar og íþrótta.

Líf- og efnafræðingur að mennt

Johnson er frá Brooklyn í New York. Hann lauk BS gráðu í líf- og efnafræði frá Georgia State University og MBA gráðu frá Goizueta Business School við Emory University.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000