Hvernig tókst enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur að tvöfalda meðlimafjölda sinn (sem hafa forgang að miðum og annarri þjónustu hjá Tottenham) með stafrænum leiðum á aðeins þremur árum?
Tottenham er einn af risum enskrar knattspyrnu og hefur verið í fararbroddi liða þar í landi á liðnum árum.
Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham undanfarin fjögur ár, ber ábyrgð á meðlimakerfi félagsins (One Hotspur) og stafrænum boðleiðum fyrir innlendan og alþjóðlegan aðdáendahóp félagsins.
Þá mun Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku banka, halda erindið: Hvernig tókst Kviku að opna netbanka á fimm mánuðum?
Mun Ólöf segja frá því hvers vegna bankinn ákvað að bjóða fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga aðeins á netinu og hverju neytendur mega eiga von á í bankaþjónustu á Íslandi á næstu árum?
Verð á viðburðinn er 2.900 krónur. Innifalið er morgunmatur hjá Grand Hótel og óvæntur glaðningur frá Tottenham (á meðan birgðir endast).
Þeir sem kaupa miða á viðburðinn eiga kost á að vinna 2 VIP-miða (Premium Loung Side-miðar) á Tottenham Travel Club á hinum nýja og glæsilega Tottenham Hotspur Stadium í London frá bolti.is. Innifalið er aðgangur að East Middle Travel Club Lounge fyrir og eftir leik (hlaðborð fyrir leik og veitingar í hálfleik). Heppinn þátttakandi verður dreginn út á viðburðinum 14. nóvember.