UPPSELT - Óvissuferð með Canon

Laugardaginn 25. maí nk. standa Canon og Origo fyrir ljósmyndaferð þar sem við höldum út í óvissuna. Við ætlum reyndar ekkert í óvissuna heldur erum við búin að skipuleggja heils dags ljósmyndaferð með öllu tilheyrandi og meira til.

Við höfum nú þegar farið í tvær ljósmyndaferðir sem hafa heppnast mjög vel en hægt er að sjá myndbönd frá þeim ferðum neðar á síðunni.

Með í förum verða þeir Halldór, Ingi og Óskar frá Origo sem og tveir ljósmyndar, þeir Arnaldur Halldórsson og Bernhard Kristinn. Þá verður Guðjón Ottó Bjarnason, sem jafnan er kallaður Hr. NiSi í starfsliðinu. Leiðangursstjóri er Tryggvi Már Gunnarsson, ljósmyndaleiðsögumaður.

Að sjálfsögðu verða svo nokkrar ferðatöskur af Canon ljósmyndabúnaði frá Canon Professional Service sem græjuþyrstir geta prófað og leikið sér með.

Mæting er í Origo, Borgartúni 37, kl. 07:00 stundvíslega og gert er ráð fyrir að hópurinn skili sér þangað aftur um kl. 20:00.

Aðeins 35 sæti eru í boði. Þátttökugjald er 9.900 kr. og innifalið í því er morgunmatur, hádegismatur, kvöldverður, rúta og önnur almenn gleði. Gjald þarf að greiða við skráningu.

Athugið að uppselt er í ferðina.


Það sem þú þarft að taka með þér er:

  • Canon ljósmyndabúnaðinn þinn (jább, þetta er Canon ljósmyndaferð)
  • Tóm minniskort og hlaðnar rafhlöður!
  • Íslenski ljósmyndafatnaðurinn þinn (jább, það er ALLRA veðra von)
  • Eins og mamma segir alltaf, mundu eftir gönguskónum og húfunni!

Það sem þú þarft ekki að taka með þér:

  • Matur (Origo skaffar morgunmat, hádegismat og kvöldverð. Láttu okkur vita ef þú ert með bráðaofnæmi fyrir einhverjum mat. 35 ljósmyndarar hafa ekki tíma til að skjótast með á einhvern spítala).
  • Bifreið (Okkur er alveg sama hvernig þú kemur þér í Origo, við útvegum notalegt sæti allan daginn og skilum þér til baka í Borgartúnið um kvöldið).

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000