Hvers konar hæfni þarf starfsfólk árið 2030 (UPPSELT)

Alexandra Levit sérfræðingur í þróun vinnustaða framtíðarinnar

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN 

Hvernig geta fyrirtæki búið starfsfólk sitt undir vinnustað framtíðarinnar í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar og aukinnar tækninotkunar?

Alexandra Levit, metsöluhöfundur, ráðgjafi, ræðumaður og viðurkenndur sérfræðingur í þróun vinnustaða, verður með erindi um velgengni og þróun vinnustaða í nánustu framtíð.

Markmið hennar er að búa fyrirtæki og starfsfólk þeirra undir farsælan starfsframa á vinnustað framtíðarinnar.

Alexandra hefur skrifað sex bækur og komst á Global Thinkers50 listann árið 2019, sem er helgaður helstu hugsuðum í heimi á sviði stjórnunar.

Verð á fyrirlesturinn er 3.900 kr. en innifalið er nýjasta bók Alexöndru Levit; Merging Technologies and People for the Workforce of the Future og morgunmatur. Sala á miðum hefst 30. ágúst.  

DAGSKRÁ 

 

08:30 Opnað fyrir morgunmat.

09:10 Ert þú tilbúin fyrir vinnustað framtíðarinnar?

Snæbjörn I. Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo.

09:30 Future-Proofing Your Organization and Career.

Alexandra Levit, sérfræðingur hjá PeopleResults.

10:10 Kaffihlé

10:20 The Future of Work to 2030.

Alexandra Levit, sérfræðingur hjá PeopleResults.

 

11:00 Alexandra Levit áritar metsölubók sína Merging Technologies and People for the Workforce of the Future.

 

Fundarstjóri: Ingimar Bjarnason framkvæmdastjóri Viðskiptalausna Origo. 

 

Nánar um Alexöndru Levit

Alexandra gekk nýlega til liðs við fyrirtækið PeopleResults sem starfar á sviði fyrirtækjaþróunar. Hún veitir ráðgjöf og fjallar um leiðtogaþróun, mannauðsmál, frumkvöðlastarfsemi, starfsframa á vinnustöðum fyrir fjölmörg Fortune 500 fyrirtæki, þ. á m. American Express, Canon, Deloitte, DeVry-háskóla, Intuit, SilkRoad og Staples.

Hún hefur haldið erindi um þessi málefni hjá hundruðum fyrirtækja um allan heim, þ. á m. Abbott, Aetna, Bank of America, Cardinal Health, Campbell Soup, Seðlabanka Bandaríkjanna, The Human Capital Institute, McDonalds, Microsoft, PepsiCo, The Society of Human Resource Management, og Whirlpool.

Undanfarin ár hefur Alexandra stundað sérrannsóknir á framtíð vinnustaða, aldamótakynslóðinni, kynjamun og kynjahalla, og „hæfnibilinu“ (e. skills gap). Hún átti einnig þátt í Springboard-verkefninu sem Business Roundtable stóð fyrir og veitti ríkisstjórn Baracks Obama, atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ráðgjöf varðandi atvinnumál.

Einnig kemur Alexandra oft fram sem álitsgjafi í fjölmiðlum, þ. á m. USA Today, National Public Radio, CNN, ABC News, CNBC, The Associated Press ogGlamour. Hún hlaut nafnbótina American Management Association Top Leader tvö ár í röð og hefur verið valin Online Career Expert of the Year hjá tímaritinu Money og Forbes hefur tilnefnt vefsvæði hennar sem eitt það besta í heimi fyrir konur. Á árinu 2019 komst hún á listann Global Thinkers50 sem helgaður er helstu hugsuðum í heimi á sviði stjórnunar.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000