Kannanir sýna að nemendur læra hraðar ef gagnvirkar skjátöflur eru notaðar og 82% kennara segja að þær auðveldi þeim til muna að skipuleggja kennslustundirnar.
Gagnvirku skjátöflurnar frá Promethean World hafa slegið í gegn hvar sem þær hafa verið teknar í notkun og nú er komin útgáfa 7. sem mun auðvelda ennfrekar nemendum að læra og kennurum að miðla sínu efni.
Á kynningunni mun Jón I. Valdimarsson, netstjóri MK, segja frá innleiðingu skjátaflanna hjá Menntaskólanum í Kópavogi.
Þá munu tveir sérfræðingar frá Promethean World, Christian Hogh og Rachel Ashmore segja frá hvernig nýja útgáfan af skjátöflunum hjálpar ennfrekar nemendum og kennurum að ná árangri og þá fá gestir að sjálfsögðu að prófa töfluna.
Tony Cann stofnaði Promethean World árið 1997 með það að markmiði að nota nýjustu tækni til að hjálpa kennurum við kennslu. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að útbúa lausnir fyrir kennara, sem nýtast nemendum þeirra og hvetja þá áfram í náminu.
Veitingar í boði á meðan á kynningu stendur.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.