NRF BIG SHOW 2020

Komdu með okkur á NRF BIG Show 2020, stærstu "retail" ráðstefnu í heimi, sem fram fer í Javits Center, New York 12. - 14. janúar 2020.  Frábært tækifæri til að kynna sér hvað er famundan í stafrænni verslun og þjónustu. 

  • 38.000 gestir
  • 16.000 smásalar
  • 800+ sýnendur

Við ætlum að reyna að halda hópinn og munu samstarfsaðilar Origo s.s. Toshiba, Ergonomics Solutions, Apex, Diebold Nixdorf, SES Imagotag, Datalogic og Zebra sjá um áhugaverða og skemmtilega dagskrá alla dagana. 

Við hvetjum þá sem ætla að sækja ráðstefnunni að láta okkur vita með því að skrá sig hér á origo.is (skrá á viðburð)

Fyrirtæki sem falla undir skilgreininguna “ Retailer “ greiða ekkert fyrir Expo aðgang að sýningarsvæði og rúmlega 110 fyrirlestrum. Origo í samstarfi við Toshiba Global Commerce Solutions, Ergonomic solutions, Zebra, Datalogic bjóða gistingu á hagstæðum kjörum örstutt frá Times Square

Hvernig virkar skráningin?

Nú hefur orðið smá breyting frá fyrri árum. Aðeins er hægt að skrá sig í gegnum Facebook tengingu eða Linkedin. Ef það eru margir fulltrúar frá sama fyrirtæki er best að velja „Team registration“, slá inn nafn fyrirtækis, netfang og smella á "Search".  Ef fyrirtækið þitt er á skrá ætti það að koma upp strax.

Ef að þitt fyrirtæki er ekki á skrá er nauðsynlegt að senda tölvupóst á membershipInfo@nrf.com og óska eftir því að fyrirtæki þitt verði skráð sem "Retailer" ef það fellur undir þá skilgreiningu.  Aðgangur fyrir fulltrúa fyrirtækja sem eru ekki skráð „retailer“ hjá NRF hefur hækkað frá síðasta ári og fullt verð á „Expo pass“ er því um  2.500 USD fyrir þá sem eru ekki „retailer „ 

Svar ætti að berast innan 48 klst frá NRF og er þá mögulegt að skrá fyrirtækið og skrá fulltrúa þess fyrir ókeypis Expo Hall Pass sem veitir  aðgang að sýningarsvæðinu og rúmlega 110 fyrirlestrum. Einnig er hægt að kaupa „Full conference pass“ sem gildir á alla fyrirlestra. Verðmiðinn á honum er: 3.275 USD.  Nánari útlistun á „Expo pass“ og „Full Conference pass“ má sjá hér

Hvar bóka ég hótel?

Origo og Toshiba hafa samið um gott verð á gistingu hjá Millenium Broadway Hotel sem er staðsett rétt við Times square og hentar vel fyrir samgöngur. 10 mín akstur er með rútu á sýningarsvæðið.

Smelltu til að bóka herbergi á Millennium Broadway Hotel með NRF sýningarafslætti 

  • Einstaklingsherfbergi 189 USD pr nótt  + skattar
  • Tveggja manna herbergi 229 USD pr nótt + skattar
  • Báðar gerðir af herbergjum eru með wifi
  • Amerískt morgunverðarhlaðborð er innifalið
  • Herbergi eru frátekin fyrir okkur á þessu verði frá  9 til 17 Janúar.
  • Síðasti möguleiki til að bóka á þessum verðum er 12. Desember.

Við munum svo birta nákvæmari dagskrá þar sem við gerum grein fyrir hvað við teljum markverðast á þessari ráðstefnu sem og að bóka skipulagðar heimsóknir á sýningarbása framleiðanda.

     


Allar frekari upplýsingar um ferðina veitir: 

Sigurjón Hjaltason
Sími: 569-7605 / 896-0452
Tölvupóstur: sigurjon.hjaltason@origo.is

Við hvetjum þá sem ætla að sækja ráðstefnunni að láta okkur vita með því að skrá sig hér á origo.is

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000