Leiðir til að bæta líðan og starfsupplifun

Í snörpu og fróðlegu vefvarpi ætla Snæbjörn Ingólfsson og Bergsveinn Ólafsson að fara yfir einfaldar leiðir að betri starfsupplifun og hvernig skapa megi betri vinnustað í dag en í gær. En það skiptir ekki síður máli að huga að þessum atriðum á tímum sem þessum.

Fimm leiðir að betri starfsupplifun

Snæbjörn Ingólfsson framtíðarsérfræðingur hjá Origo ætlar að fara yfir 5 einfaldar leiðir að betri starfsupplifun. 

  • Jákvæð starfsupplifun er frábær leið til að auka virka þátttöku starfsfólks. Ef fólk nýtur þess að starfa hjá fyrirtækinu má líka gera ráð fyrir að það sýni meiri metnað og verði virkara í starfi.
  • Jákvæð starfsupplifun getur einnig gert það að verkum að umsetinn einstaklingur velji fyrirtækið þitt fram yfir önnur eða að frábær starfsmaður starfi lengur hjá fyrirtækinu en ella.

Betri vinnustaður í dag en í gær

Vellíðan og helgun starfsfólks er algjört lykilatriði í velgengi fyrirtækja. Helgað starfsfólk sem líður vel afkastar meiru, eru ánægðari í lífi og starfi, eru sjaldnar fjarverandi frá vinnu og ólíklegri til að lenda í kulnun.

Í stuttum og hnitmiðuðum fyrirlestri fer Beggi yfir nokkra þætti sem ber að hafa í huga til að auka helgun og vellíðan starfsmanna. Lífið er ansi krefjandi þessa dagana og það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að velta fyrir sér eins góðum leiðum og hægt er til að aðlagast aðstæðum og þar að leiðandi lágmarka höggið á vellíðan og helgun starfsfólks.

Markmiðið með fyrirlestrinum er veita mikilvægar upplýsingar og verkfæri til að hjálpa vinnustaðnum að verða betri í dag heldur en hann var í gær.

Beggi er fyrirlesari og knattspyrnumaður sem er á loka metrunum í MSc námi sínu í Hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann brennur fyrir öllu sem tengist sálfræði, vellíðan og heilsu.

Allir sem skrá sig á viðburðinn fá 15% afslátt af Bose heyrnartólum í verslun Origo.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000