Áhersla á þjónustu verður stöðugt mikilvægari þáttur hjá fyrirtækjum. Ánægja viðskiptavina helst að miklu leyti í hendur við upplifun persónulegrar þjónustu og sífellt fleiri fyrirtæki á Norðurlöndum átta sig á möguleikum gervigreindar á því sviði.
Í vefvarpinu mun Henrik Toft, Transformation Architect, IBM European CTO Team, segja frá því hvernig norræn fyrirtæki nýta gervigreind til að bæta þjónustu við viðskiptavini, svo sem í heimi fjármála-, heildsölu og opinberum rekstri.