Viltu auka líftíma eigna með gervigreind?

IBM í samvinnu við Origo kynna hvernig  fyrirtæki eru að nota IoT (Internet of Things) til að bæta viðhald eigna.  Kynntar verða leiðir sem geta allt að tvöfaldað líftíma dýrra tækja og aukið áreiðanleika og uppítíma mikilvægra tækja um allt að 100%.

Eignum þarf að viðhalda til þess að tryggja ótruflaðan rekstur. Flugiðnaðurinn er gott dæmi um atvinnugrein sem meira og minna hefur útrýmt niðritíma, með því að skipta út varahlutum og eignum áður en til bilunar kemur. Hins vegar duga hefðbundnari aðferðir oft alls ekki vegna þess að notkunarmynstur eru breytileg yfir tíma, sem gerir erfitt að spá fyrir um bilunartíma í einstökum hlutum eigna.

IoT og skynjunartækni ásamt gagnagreiningum virðast vera svarið.

Á vefkynningunni verður meðal annars sagt frá hvernig IoT tækni er notuð við innleiðingu á viðhaldsspám innan iðnaðar- og samgöngumála.

Þetta er þriðja vefvarpið sem IBM heldur fyrir íslenskan markað um hvernig norræn fyrirtæki nota IBM lausnir til að auka áþreifanlegt virði í sínum rekstri.

Skráning og frekari upplýsingar

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000