Áskoranir og tækifæri á breyttum markaði

Breytt viðskiptamódel fyrirtækja á ögrandi tímum 

Stafræn umbreyting og sjálfvirknivæðing hafa leitt af sér gríðarlegar breytingar á kauphegðun. Núverandi ástand hefur hraðað þessari þróun enn frekar. Origo sem tæknifyrirtæki verður svo sannarlega vart við slíkt, ekki síst nú á tímum. Dæmi um slíkt er úthýsing í rekstri tölvukerfa. 

Óháð því sem gerast mun á næstu mánuðum er ljóst að næstum öll fyrirtæki verða að takast á við nokkur sömu grundvallaratriði.

  • Í fyrsta lagi verða fyrirtæki að breyta uppbyggingu starfseminnar og meta hvort viðskiptamódelið er enn í fullu gildi.
  • Í öðru lagi er mikilvægt að starfsfólkið taki þátt í breytingunum af fullum krafti til að tryggja að fyrirtækið haldi velli.
  • Síðast, en ekki síst, mun baráttan um að afla viðskiptavina og halda þeim í viðskiptum vera þungamiðja í baráttu allra fyrirtækja í kjölfar COVID-19.

Taktu þátt í vefvarpinu 

Til að styðja þig í áætlanagerð og breytingu á ferlum býður Origo þér að taka þátt í vefvarpi með Alex Moyle, höfundi bókarinnar „Business Development Culture“. Alex er hokinn af reynslu þegar kemur að því að hjálpa fyrirtækjum að virkja starfsfólkið til að efla viðskiptaþróun með þátttöku starfsfólks úr öllum deildum fyrirtækisins.

Við ætlum að ræða við Alex um mögulegar leiðir fyrirtækja til að sigrast á þeim hindrunum sem í veginum eru þegar kemur að innleiðingu breytinga, en við þurfum þína hjálp! Við stefnum að því að ráðstefnan fjalli eins sértækt og mögulegt er um þarfir þíns fyrirtækis og viljum því gjarnan fá endurgjöf og innlegg frá þér.

Einnig munum við ræða okkar reynslu í þessum breytingum, eins og rekstrarþjónustuna.

Hver er Alex Moyle?

Alex Moyle

Molye segir að söludrifin fyrirtækjamenning, sem nái út fyrir söludeildir, sé orðin ómissandi forsenda hagnaðar. Í vefvarpinu mun hann útskýra hvernig best sé að breyta hugarfari, ná samtali við viðskiptavini og byggja upp sölumenningu í hvaða fyrirtæki sem er.

“Raunveruleikinn er sá að salan ætti að koma öllu starfsfólki við og allir snertifletir við viðskiptavini eru sölutækifæri,” segir Alex.

“Taktu sölumiðaða nálgun á fyrirtækið og innleiddu þá hugsun í allri fyrirtækjamenningunni með því að tryggja að allar einingar þess – ekki aðeins söludeildin – taki virkan þátt í því markmiði að skapa hagnað og stuðla þannig að vexti til langs tím.”

Moyle hefur verið viðriðinn sölu alla ævi og unnið með sölufólki í þúsundatali. Hann starfaði í mörg ár við ráðningar og stýrði allt að 40 manna ráðningarteymum með veltu upp á 10 milljónir punda.

Að því búnu sneri hann sér að starfsmannaþjálfun og ráðgjöf sem hann segir að sé hans sanna ástríða; að hjálpa einstaklingum og teymum að bæta frammistöðu, ná markmiðum sínum og mótaðist fyrir alvöru.

Þeir sem skrá sig geta átt kost á að eignast Business Development Culture í rafbókarformi. 

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000