Byltingarkennd lausn til að geyma mikið gagnamagn

Aurora DataCloud skýjalausnin er byltingakennd nýjung sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að geyma mikið magn gagna í aðgengilegri gagnageymslu fyrir brot af því sem það kostaði áður án þess að fórna aðgengi eða öryggi.

Lausnin verður kynnt á vefvarpi á vegum IBM næstkomandi miðvikudag og bjóðum við alla velkomna. Skráningu má finna hér.

Gögnin örugg og aðgengileg

,,Aurora er skýjalausn sem var hönnuð til að geyma mikið magn gagna með öruggum hætti til langs tíma á sérlega hagkvæman hátt. Lausnin var þróuð með nýstárlegri samsetningu IBM lausna ásamt hugviti Origo. Um er að ræða byltingarkennda nýjung  sem hefur margvíslega kosti fram yfir hefðbundnar gagnageymslur. Aurora er umhverfisvæn því hún nýtir aðeins endurnýjanlega orku og dregur því úr kolefnisspori. Auk þess sparar hún orku sem þarf til geymslu um allt að 90%,“ segir Ottó Freyr Jóhannesson, forstöðumaður hjá Origo.

Stöð 2 sparar 50% í gagnageymslukostnaði

Með innleiðingu á Aurora gat Stöð 2 flutt 40-60% af minna notuðum gögnum yfir í ódýrari gagnageymslu án þess að tapa aðgengistíma eða öryggi gagnanna. Söguna alla má nálgast hér. 

 Lausnin verðlaunuð af IBM

Origo hefur hlotið Beacon verðlaunin hjá alþjóðlega tæknirisanum IBM fyrir Aurora DataCloud gagnalausnina. Verðlaunin eru veitt fyrir nýsköpun er byggir á lausnum frá IBM og var greint frá þeim á árlegri THINK 2020 ráðstefnu fyrirtækisins nú í maí.

Vertu með á fyrsta norræna vefvarpinu þar sem Aurora lausnin verður kynnt, en sérfræðingar frá Origo og IBM mun tala á kynningunni. Frá Origo þeir Ottó Freyr Jóhannsson  og Arnþór Björn Reynisson og Preben Jacobsen frá IBM í Danmörku. Skráningu má finna hér.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000