Leiðtogahæfni í blönduðum teymum með Penny Pullan
  • Hvernig geta stjórnendur náð því besta út úr fjarvinnu og  blönduðum teymum, þar sem sumir eru á skrifstofunni og aðrir vinna að heiman?
  • Hvernig geta fjarfundirnir orðið árangursríkari og markvissari?
  • Hvernig getum við myndað fjar- og blönduð teymi sem geta unnið sig í gegnum átök og erfiðleika, en ekki sópað þeim bara undir teppið?

Fjarvinna með dreifðum og blönduðum teymum (sumir eru á skrifstofunni en aðrir vinna að heiman) er veruleikinn. Þá eru fjarfundir orðnir eðlilegur hluti af vinnu fólks um allan heim á tímum COVID-19 faraldursins.

Þegar best lætur getur fjarvinna verið mjög árangursrík og skapandi, þar sem saman koma þekking og reynsla með litlum tilkostnaði og minni áhættu. En hún getur líka leitt til þess að starfsfólk verði einangrað og einbeitingarlaust, samskipti árangurslaus og starfið ósamstillt og jafnvel niðurbrjótandi.

Hvernig nærðu því besta út úr blönduðum teymum?

Í þessu vefvarpi „Virtual Leadership“ með Dr. Penny Pullan verður farið yfir hvernig hægt er að ná því besta út úr fjarvinnu og sýndarteymum (blönduðum teymum) í umhverfi þar sem sumir eru á skrifstofunni en aðrir vinna að heiman. Meðal annars verður fjallað um leiðbeinandi leiðtoganálgun og hvaða hæfni er nauðsynleg í þessari nýju vinnutilhögun.

Vefvarpið er gagnvirkt og verður stuðst við spurningar og athugasemdir frá þátttakendum og þannig tekið á ýmsum praktískum málum varðandi árangursríka vinnu með blönduðum teymum:

Áherslur Penny Pullan í vefvarpi Origo 


  • Hvernig getum við skapað sameiginlega sýn, kveikt áhuga og veitt forystu í gegnum fjarvinnu?
  • Hvernig getum við unnið saman á árangursríkari hátt þegar við getum ekki alltaf verið á sömu vinnustöð?
  • Hvernig getum við tryggt skýr skilaboð í verkefnavinnu og hvernig vinnum við þau saman?
  • Hvernig geta fjarfundirnir okkar verið árangursríkari, markvissari, afkastameiri og skilað árangri?
  • Hvernig getum við fengið fólkið til að einbeita sér og þróað sterk tengsl án þess að teymið sé stöðugt á fjarfundum?
  • Hvernig förum við að þegar teymið er blandað, sumir á skrifstofunni og aðrir í fjarvinnu? (Þetta er kannski stærsta áskorunin!)
  • Hvernig getum við myndað fjar- og blönduð teymi sem geta unnið sig í gegnum átök og erfiðleika, en ekki sópað þeim bara undir teppið?

Öflugar leiðir til að halda einbeitingu á fjarfundum

Í vefvarpinu mun Dr. Penny Pullan ræða hvað skiptir máli í fjarvinnu; að vera skýr og samkvæmur sjálfum sér, skapa tengsl og koma á samvinnu, samskiptum og sýna umhyggju.

Þú færð alls konar praktísk ráð; hvernig þú párar inn á sýndarkynninguna þína, hvernig á að hefja fjarfund þannig að hann verði markviss, árangursríkur og stuttur, þrjár öflugar aðferðir til að halda einbeitingu fólks á fjarfundum og margt fleira.

Hvað segja þátttakendur?

Þátttakendur (aldrei áhorfendur!) á námskeiðum með Penny telja þau mjög ólík venjulegum fjarkynningum og algengustu viðbrögðin eru: „þetta var virkilega ánægjulegt“ og „fullt af praktískum hlutum sem ég get notfært mér strax“.

Hver er Dr. Penny og hvað segja viðskiptavinir hennar?

Dr. Penny Pullan er með meistarapróf sem viðurkenndur leiðbeinandi (e. Certified Professional Facilitator), er löggiltur verkfræðingur og með doktorspróf í nanótækni frá Cambridge University.

Fyrr á starfsferli sínum vann Penny hjá smásölurisanum Mars Inc, lyfjafyrirtækinu AstraZeneca, ráðgjafarfyrirtækinu Logica og framleiðslufyrirtækinu GEC.

Penny stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Making Projects Work árið 2007 en þar vinnur hún með starfsfólki  fjölþjóðlegra fyrirtækja sem glíma við flókin breytingaverkefni. Hún aðstoðar hagsmunaaðila sem þurfa að vinna með sýndarteymum, sem eru dreifð um heiminn.

Viðskiptavinir sem hafa unnið með Penny hafa tekið eftir að samskipti, samvinna, gagnsæi, skuldbinding, tengsl og traust eflist í kjölfarið og breytingar virðast ekki eins erfiðar og áður.

Hvaða bækur hefur hún skrifað um málefnið?

Hún er höfundur fjölmargra bóka. Á meðal þeirra er Virtual Leadership: Practical Strategies for Getting the Best out of Virtual Work and Virtual Teams (Kogan Page, 2016).

Aðrar bækur Penny eru meðal annars Business Analysis and Leadership: Influencing Change (með-ritstjóri, Kogan Page 2013) og A Short Guide to Facilitating Risk Management (Gower, 2011).

Hún er einnig meðhöfundur bókarinnar Managing Successful Programme (TSO, 2020) sem er væntanleg á næstunni. Penny er nú að skrifa næstu bók sína, Making Workshops Work: Creative Collaboration for Our Time (Practical Inspiration Publishing, 2021).

Viltu eignast Virtual Leadership eftir Dr. Penny Pullan? 

Frítt er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig. Þeir sem skrá sig geta dottið í lukkupottinn og eignast nýjustu bók Penny í rafrænu formi :-)

Viðburðurinn er í boði Kjarna, mannauðs- og launalausna, hjá Origo. 

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000