Lærðu að nýta hugvit hakkara til að leysa flókin verkefni

Hakkarar eru alþjóðleg vá enda eru tölvuglæpir ein mesta ógnin sem steðjar að öryggi heimsins.

Ef litið er framhjá frá óheiðarlegum hvötum leynast í skuggalegum undirheimum hakkara afar hugvitssamir einstaklingar.

Josh Linkner metsöluhöfundur kynnir okkur fyrir helstu viðhorfum og aðferðum hakkara sem nýja fyrirmynd fyrir lausn flókinna verkefna fyrir nýsköpun og þróun. Þessar frumlegu aðferðir gera fólki kleift að ná forskoti á keppinauta sína með afgerandi hætti. Hacking Innovation, sem byggir á samnefndri bók, afhjúpar margbrotin lífsviðhorf hakkara og er einföld en áhrifarík lausn til að ná árangri í nútímaviðskiptum.

  • Er hægt að nýta aðferðir hakkara í uppbyggilegum tilgangi?
  • Getum við virkjað jákvæða eiginleika tölvuafbrota til að knýja fram árangur fyrir fyrirtækið, starfsferilinn og samfélagið?

Til að svipta hulunni af leyndarmálum tölvuglæpa sökkti Linkner sér í hættulegan og leynilegan heim. Hann fékk meðal annars innsýn frá fyrrverandi föngum, leyndardómsfullum tölvuglæpasamtökum, bandarísku alríkislögreglunni og stórlöxum á sviði netöryggis. Hann kynnist líka koffín-knúnum heimi sprotafyrirtækja og afhjúpar kænskubrögð sem hafa fleytt stofnendum tæknifyrirtækja inn í eftirsóttan klúbb milljarðamæringa. 

Hver er Josh Linkner:

  • Jassgítaristi sem seldi 5 tæknifyrirtæki fyrir sem nemur 24 milljörðum króna.
  • Handhafi verðlauna kennd við Barack Obama.
  • Tvisvar sinnum frumkvöðull ársins hjá Ernst og Young.
  • Metsöluhöfundur á lista New York Times.

Josh Linker sem hóf feril sinn sem jassgítaristi, er persónugervingur sköpunarkrafts, framtakssemi og truflandi nýsköpunar (e. disruptive innovation).

Hann hefur sett á laggirnar og verið framkvæmdastjóri fimm tæknifyrirtækja sem hafa verið seld fyrir 200 milljón dollara samanlagt.

Josh hefur skrifað fjórar bækur. Tvær þeirra, Disciplined Dreaming og The Road to Reinvention, gistu metsölulista New York Times en nýjasta bók hans heitir Hacking Innovation.

Josh Linkner er stjórnarformaður og meðstofnandi The Institute for Applied Creativity.

Hann er einnig stofnfélagi Detroit Venture Partners, sem hefur verið fjárfestir og leiðbeinandi yfir 100 sprotafyrirtækja.

Josh hefur tvisvar verið nefndur frumkvöðull ársins af Ernst & Young og hefur fengið viðurkenninguna Champion of Change sem er kennd við Barack Obama. Hann skrifar reglulega fyrir Forbes, The Detroit Free Press, og Inc. Magazine.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000