Kröfur á tæknilega innviði hafa margfaldast eftir því sem vélrænt nám (e. machine learning) og gagnagreining hefur orðið að viðtekinni venju hjá fyrirtækjum. En hvert mun þessi þróun leiða okkur og hvernig er best að búa sig undir framtíðina?
David Rowan, stofnandi tímaritins WIRED UK (2008-2017) og tæknifjárfestir, er sífellt að leita að framtíðinni.
Hann er afar upptekinn við að rannsaka fyrirtæki og athafnafólk sem breytir heiminum. Hann hefur varið tíma með stofnendum WhatsApp, LinkedIn, Google, Spotify, Xiaomi, Nest, Twitter og óteljandi annarra byltingarkenndra sprotafyrirtækja, allt frá Tel Aviv til Shenzhen.
Í vefvarpi hjá Origo mun hann útskýra hvernig tauganet (e. artificial neural networks), sýndarveruleiki (e. mixed reality) og myndhermun (e. video simulations) á eftir að hafa áhrif á flest svið lífsins, allt frá menntun til afþreyingar... og hvernig þú getur búið til menningu sem heldur þér skrefi á undan tækniþróuninni.
Þekking hans og skilningur á þróun í neytendahegðun á stafrænni öld hefur gert hann að einum eftirsóttasta fyrirlesara á sínu sviði í dag.