Vertu skrefi á undan tækniþróuninni

Kröfur á tæknilega innviði hafa margfaldast eftir því sem vélrænt nám (e. machine learning) og gagnagreining hefur orðið að viðtekinni venju hjá fyrirtækjum. En hvert mun þessi þróun leiða okkur og hvernig er best að búa sig undir framtíðina? 

David Rowan, stofnandi tímaritins WIRED UK (2008-2017) og tæknifjárfestir, er sífellt að leita að framtíðinni. 

Hann er afar upptekinn við að rannsaka fyrirtæki og athafnafólk sem breytir heiminum. Hann hefur varið tíma með stofnendum WhatsApp, LinkedIn, Google, Spotify, Xiaomi, Nest, Twitter og óteljandi annarra byltingarkenndra sprotafyrirtækja, allt frá Tel Aviv til Shenzhen.

Hvernig mun tauganet hafa áhrif á samfélagið?

Í vefvarpi hjá Origo mun hann útskýra hvernig tauganet (e. artificial neural networks), sýndarveruleiki (e. mixed reality) og myndhermun (e. video simulations) á eftir að hafa áhrif á flest svið lífsins, allt frá menntun til afþreyingar... og hvernig þú getur búið til menningu sem heldur þér skrefi á undan tækniþróuninni.

Þekking hans og skilningur á þróun í neytendahegðun á stafrænni öld hefur gert hann að einum eftirsóttasta fyrirlesara á sínu sviði í dag.

  • David Rowan er stofnandi bresku útgáfu tímaritsins WIRED og var greinahöfundur þar frá 2008 til 2017, auk þess að vera höfundur Non-Bullshit Innovation: Radical Ideas from the World's Smartest Minds.
  • Tæknitímaritið WIRED vann Launch of the Year hjá British Society of Magazine Editors Award árið 2009.
  • David hefur ferðast um allan heim sem fyrirlesari um ýmis viðfangsefni, allt frá framtíð munaðarvara til nýrra fyrirtækjareglna á öld nets og snjalltækni.
  • Hann hefur fjármagnað og stutt við fjölmörg tæknifyrirtæki á fyrstu stigum þeirra. Hann er einnig meðstofnandi FlowJourneys.com, sem er ferðaupplifunarfyrirtæki.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000