Hvernig getur gervigreind bætt árangur fyrirtækja

Hlustaðu á tæknistjóra Obama kosningaherferðarinnar 2012

  • Hvernig getur gervigreind eflt rekstur fyrirtækja? 
  • Hvernig geta fyrirtæki unnið með gervigreind á öruggan hátt?
  • Þurfum við að hafa áhyggjur af gervigreind?
  • Er þitt fyrirtæki búið að móta stefnu um gervigreindar-lausnir?

Hlustaðu á Harper Reed, tæknifræðing, frumkvöðul og athafnamann, fjalla um mikilvægi gervigreindar fyrir fyrirtæki. Gervigreind mun gegna sífellt mikilvægara hlutverki í rekstri fyrirtækja - en af hverju? Því mun Harper Reed svara í vefvarpi Origo.

Reed hefur verið kallaður „tæknibrautryðjandi“ og „stafrænn töframaður“. Hann er heillaður af því hvernig tæknin heldur áfram að móta, umbreyta og efla mannlega hegðun. Hann gegnir nú stöðu forstöðumanns viðskipta hjá Braintree, dótturfélagi PayPal.

Harper er frábær fyrirlesari um hvernig nýta má gervgreind til að bæta árangur í fyrirtækjarekstri, auka sköpunarkraft fyrirtækja og skapa öflug teymi. Hann er einnig afar fróður um gagnaöryggi á netinu og stöðu bandarískra stjórnmála með tilliti til lýðfræði og kjósenda.

Bar ábyrgð á einni öflugustu kosningaherferð í manna minnum 

Harper hafði yfirumsjón með kosningaherferð Barack Obama á netinu árið 2012 og aðgerðum framboðsins sem miðuðu að því að auka kjörsókn. Sem tæknistjóri í höfuðstöðvum framboðs Obama í Chicago var Harper sá sem bar ábyrgð á að hanna tæknina að baki einni öflugustu og tæknivæddustu kosningaherferð í manna minnum.

Á árunum 2005 til 2009 var Harper Reed tæknistjóri hjá fatafyrirtækinu Treadless í Chicago, brautryðjanda á sviði hópvistunar (e. crowdsourcing), og hjálpaði fyrirtækinu að auka tekjur sínar tífalt á því tímabili.

Á árunum 2009 til 2012 sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir fyrirtæki á borð við Rackspace, sem býður hýsingu í skýinu, og Sandbox Industries, sem fjármagnar hundruð tækniverkefna á frumstigi. Harper hefur einnig þróað fjölda samfélagsmiðaðra forrita í Chicago.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000