Canon námskeið fyrir byrjendur

Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði þegar kemur að ljósmyndun, ásamt geymslu stafrænna gagna og prentun. Þetta er frábært tækifæri til að læra enn betur á myndavélina!

Canon EOS myndavél
Fjarnám
6.900

Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði þegar kemur að ljósmyndun, sbr. ljósop, hraða, ISO, valmyndir og stillingar myndavélarinnar ásamt myndbyggingu. Einnig er farið í geymslu stafrænna gagna og prentun.

Þetta er frábært tækifæri til að læra enn betur á myndavélina!

Námskeiðið er kennt í fjarnámi í gegnum kerfi sem nefnist Slack. Nemendur hafa aðgang að kennslumyndböndum sem hægt er að horfa á eins oft og hver vill og á hvaða tímapunkti sem er. Á meðan námskeiðið á sér stað hafa nemendur einnig aðgang að kennara í gegnum kerfið þar sem hægt er að svara hverjum þeim spurningum sem upp koma.

Námskeiðið veitir mánaðaraðgang að myndböndum og kennara.

Eftir skráningu og greiðslu mun berast tölvupóstur um næstu skref til að tengjast kerfinu.

Þátttökugjald er ekki nema 6.900 kr. en námskeiðið fylgir í kaupbæti með völdum Canon EOS myndavélum.

Við látum þig vita

Það er fullt á þennan viðburð

Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita þegar eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast hjá okkur.

Skrá mig á póstlistann
postlisti

Leiðbeinandi

Óskar Páll Elfarsson

Óskar Páll Elfarsson

Origo

Kennari er Óskar Páll Elfarsson sem hefur kennt byrjandanámskeið hjá Canon á Íslandi síðan árið 2014. Óskar stundaði ljósmyndanám við Iðnskóla Reykjavíkur 2004-2005 og í Massey University árið 2006.