Kjarnanámskeið: Fyrirtækjalistinn og afstemmingar

Á námskeiðinu verður farið yfir þá möguleika sem fyrirtækjalistinn býður uppá, en hann er einn þægilegasti listinn í Kjarna til að taka út gögn og stemma sig af.

Konur að störfum
6/10/2021
Rafrænt námskeið á Teams
13.500

Fyrir hverja: Notendur í Kjarna sem vilja bæta þekkingu sína á fyrirtækjalistanum og afstemmingum

Lýsing:

Á námskeiðinu verður farið yfir þá möguleika sem fyrirtækjalistinn býður uppá, en hann er einn þægilegasti listinn í Kjarna til að taka út gögn og stemma sig af.

Fyrirtækjalistinn er mjög sveigjanlegur listi og býður upp á óteljandi möguleika á framsetningu gagna. Hægt er að keyra upp einn lista og birta hann á marga mismunandi vegu og velta á ýmsa kanta án þess að keyra hann upp aftur á milli. Hægt er að vista sama listann sem mismunandi sniðmát með mismunandi útlit, allt eftir þörfum hverju sinni.

Fundarboð með hlekk á námskeiðið verður sent í tölvupósti á skráða þátttakendur.

Skráningu á námskeiðið lýkur mánudaginn 4 .október.

segðu frá

Fyrirlesari

Margrét Jóna

Margrét Jóna Gísladóttir

Ráðgjafi