Kjarni - Launahringurinn frá A-Ö

Á námskeiðinu verður farið yfir launahringinn frá A-Ö. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í Kjarna eða þá sem vilja rifja upp grunninn.

Kona skráir sig á viðburð
6/4/2022
Promennt
39.000

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 6. apríl frá kl. 10-15.

Á námskeiðinu verður farið yfir launahringinn frá A-Ö. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í Kjarna eða þá sem vilja rifja upp grunninn.

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi aðgerðir í launahluta kerfisins.

  • Launavinnsla í Kjarna, byrjað á byrjuninni = Stofna útborgun

  • Aldurshækkanir

  • Persónubundnar launahækkanir

  • Afturvirkar leiðréttingar launa

  • Innlestur og handskráningar

  • Afstemmingar

  • Eftirvinnsla launa

Hvar er námskeiðið haldið?

Námskeiðið er haldið hjá Promennt, Skeifunni 11b (2. hæð), sem sérhæfir sig í námskeiðshaldi. Leiðbeinandi er Benedikta. Stofurnar hjá Promennt eru sérlega vel útbúnar með nýjasta búnaði sem völ er á hverju sinni. Sjá upplýsingar um staðsetningu hér.

Hvað er innifalið?

Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru námskeiðsgögn og hádegismatur.

Skráningarskilmálar

Afskráning verður að berast með tölvupósti á netfangið ardisb@origo.is. Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem upphaflega var skráður.

Origo áskilur sér rétt að fella námskeiðið niður eða auglýsa aðra tímasetningu ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Öll námskeið eða námskeiðshluta er hægt að sérpanta fyrir einstök fyrirtæki og stofnanir. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um sérsniðið námskeið skal senda tölvupóst á service@origo.is

segðu frá