Konur í ljósmyndun

Verið velkomin á viðburð Canon á Íslandi þar sem við fáum þrjá reynslumikla ljósmyndara sem halda erindi um störf sín í heimi ljósmyndunar.

08/03/23 - 08/03/23
19:00 - 22:00
Borgartún 37, fundarsalur Origo
Konur í ljósmyndun í Origo á alþjóðlegum degi kvenna.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn 8. mars og af því tilefni efnir Origo til viðburðarins Konur í ljósmyndun þar sem þrír ljósmyndarar segja frá sínum ljósmyndum og verkefnum og hvernig þær nálgast sín viðfangsefni.

Dagskrá

 • 19:00
  Húsið opnar og léttar veitingar.

 • Hulda Margrét
  Sjálfstætt starfandi fjölskyldu-, ferminga- og íþróttaljósmyndari.

 • Íris Dögg Einarsdóttir
  Sjálfstætt starfandi ljósmyndari og býr til kynninga- og auglýsingaefni.

 • Hlé

 • Ása Steinars
  Ferðaljósmyndari og áhrifavaldur, starfar við að búa til efni, bæði ljósmyndir og vídeó.

Viðburðurinn er haldinn í fundarsal Origo að Borgartúni 37. Boðið verður upp á léttar veitingar en fyrirlestrar hefjast klukkan 19.30. Gengið er inn um aðaldyr Origo. 

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Við látum þig vita

Það er fullt á þennan viðburð

Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita þegar eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast hjá okkur.

Skrá mig á póstlistann
postlisti
Hulda Margrét ljósmyndari

Hulda Margrét Óladóttir

Sjálfstætt starfandi ljósmyndari

Hulda er sjálfstætt starfandi fjölskyldu-, ferminga- og íþróttaljósmyndari auk þess sem hún vinnur með fyrirtækjum við að búa til kynningarefni, bæði ljósmyndir og vídeó. Hún hefur verið ein af fáum kvenkyns fótboltaljósmyndurum landsins undanfarin ár. Hulda er útskrifuð frá ljósmyndadeild Tækniskólans.

Íris Dögg ljósmyndari

Íris Dögg Einarsdóttir

Sjálfstætt starfandi ljósmyndari

Íris útskrifaðist í ljósmyndun frá Medieskolerne í Danmörku þar sem hún bjó og starfaði í sjö ár. Íris hefur undanarin ár starfað við auglýsingaljósmyndun þar sem hún hefur unnið með fyrirtækjum og auglýsingastofum við að búa til kynninga- og auglýsingaefni.

Ása Steinars ljósmyndari

Ása Steinars

Ferðaljósmyndari og áhrifavaldur

Ása starfar við að búa til efni, bæði ljósmyndir og vídeó, þar sem hún aðstoðar fyrirtæki að kynna sínar vörur, setja upp markaðsherferðir og staðsetja sig á netinu. Hún hefur meðal annars starfað fyrir Vogue og hefur til margra ára verið með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram þar sem hún er með yfir 700.000 fylgjendur.