Myndasýning Canon og Fuglaverndar 4. maí
Tveir snillingar á sviði fuglaljósmyndunnar sýna sínar ljósmyndir og segja sögurnar á bak við þær.
Það er fullt á þennan viðburð
Canon og Origo, í samstarfi við Fuglavernd, efna til viðburðar fimmtudaginn 4. maí nk. þar sem tvær kanónur á sviði fuglaljósmyndunnar sýna sínar ljósmyndir og segja sögurnar á bak við þær.
Annars vegar Daníel Bergmann sem mun fjalla um ólíka stíla í fuglaljósmyndun og hvernig hans sýn hefur þróast í gegnum áratugi.
Hins vegar Markus Varesvuo frá Finnlandi sem er margverðlaunaður náttúrulífsljósmyndari sem hefur sérhæft sig í fuglaljósmyndun. Hann er einn af þekktustu náttúrulífs- og fuglaljósmyndurum Finnlands og er einn af þeim fremstu í heiminum.
Viðburðurinn fer fram í Origo, Borgartúni 37 og húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon EOS R ljósmyndabúnað en myndasýningar hefjast kl. 19.30.
Það er fullt á þennan viðburð
Efri ljósm. Markus Varesvuo

Við látum þig vita
Það er fullt á þennan viðburð
Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita þegar eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast hjá okkur.
Skrá mig á póstlistannMarkus Varesvuo
Náttúruljósmyndari
Einn af þekktustu náttúrulífs- og fuglaljósmyndurum Finnlands og er einn af þeim fremstu í heiminum. Marcus hefur unnið til næstum 100 verðlauna í náttúrulífs-ljósmyndakeppnum, þar á meðal í Wildlife Photographer of the Year, World Press Photo sem og Portfolio Award í Bird Photographer. Markus hefur gefið út 15 bækur um fugla á átta tungumálum. Sumar bækurnar hefur hann skrifað sjálfur og aðrar í samstarfi við fræðifólk eða aðra ljósmyndara. Hann hefur selt um 150.000 eintök af bókum.
Daníel Bergmann
Náttúruljósmyndari
Daníel hefur til fjölda ára verið einn af fremstu fuglaljósmyndurum Íslands og þótt víðar væri leitað. Hann hefur skrifað fjórar bækur og myndir hans hafa verið birtar í bókum og tímaritum. Daníel hefur verið með vinnustofur í ljósmyndun og ljósmyndaferðir á Íslandi, Grænlandi og Svalbarða og býr yfir gríðarlegri reynslu sem leiðsögumaður.