Myndasýningarkvöld Canon og Fuglaverndar í Origo

03/05/22
Borgartún 37

Því miður er fullbókað á viðburðinn og hefur því verið lokað fyrir skráningar

Fuglavernd, Canon og Origo efna til viðburðar þann 3. maí nk. þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir og fræða fólk um fuglaljósmyndun.

Á viðburðinum munu Alex Máni Guðríðarson, Daníel Bergmann og Sigmundur Ásgeirsson sýna eigin ljósmyndir af fuglum og segja sögurnar á bak við þær.

Þá mun fulltrúi frá Fuglavernd fjalla um grunnstoðir fuglaverndar, þ.e. tegundavernd, búsvæðavernd, sjálfbæra nýtingu og endurheimt vistgæða og þá hvernig ljósmyndarar með verkum sínum geta miðlað þessu til almennings.

Origo mun sýna úrval af Canon EOS R myndavélum og RF linsum, m.a. Canon RF 1200mm f/8L IS USM.

Viðburðurinn fer fram í Origo, Borgartúni 37 og húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað en myndasýningar hefjast kl. 19.30.

Því miður er fullbókað á viðburðinn og hefur því verið lokað fyrir skráningar

Mynd: Sigmundur Ásgeirsson

Mynd: Alex Máni

Mynd: Daníel Bergmann

Við látum þig vita

Það er fullt á þennan viðburð

Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita þegar eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast hjá okkur.

Skrá mig á póstlistann
postlisti