Prófaðu Canon ljósmyndabúnað í Friðlandinu í Flóa

Canon, Fuglavernd og Origo standa fyrir spennandi viðburði í Friðlandinu í Flóa laugardaginn 6. maí frá kl. 10.00 – 14.00.

6/5/2023
10:00 - 16:00
Friðland í Flóa

Á viðburðinum gefst Canon notendum kostur á að prófa mikið úrval af Canon EOS R ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður.

Náttúrulífsljósmyndarinn Alex Máni Guðríðarson verður á staðnum og mun leiðbeina fólki varðandi umgengni um Friðlandið og fuglalífið þar sem og varðandi tæki og fuglaljósmyndun. Finnski náttúrulífsljósmyndarinn, Markus Varesvuo, verður einnig á staðnum til að gefa ráð.

Við hvetjum eigendur Canon EOS R myndavéla til að mæta með eigin myndavélar.

Aðeins 30 sæti eru í boði og er gert ráð fyrir því að fólk komi sér sjálft á staðinn.

Efri ljósm. Markus Varesvuo

Canon tjaldið alltaf flottCanon tjaldið alltaf flottLjósmyndari að störfum í friðlandinuLjósmyndari að störfum í friðlandinu

segðu frá

Markus Varesvuo

Náttúruljósmyndari

Einn af þekktustu náttúrulífs- og fuglaljósmyndurum Finnlands og er einn af þeim fremstu í heiminum. Marcus hefur unnið til næstum 100 verðlauna í náttúrulífs-ljósmyndakeppnum, þar á meðal í Wildlife Photographer of the Year, World Press Photo sem og Portfolio Award í Bird Photographer. Markus hefur gefið út 15 bækur um fugla á átta tungumálum. Sumar bækurnar hefur hann skrifað sjálfur og aðrar í samstarfi við fræðifólk eða aðra ljósmyndara. Hann hefur selt um 150.000 eintök af bókum.

Alex Máni Guðríðarson

Náttúruljósmyndari

Alex Máni er afar reyndur og öflugur fuglaljósmyndari þrátt fyrir ungan aldur. Alex þekkir Friðlandið í Flóa einkar vel og mun leiðbeina fólki varðandi umgengni um Friðlandið og fuglalífið þar sem og varðandi tæki og fuglaljósmyndun