07/07/2023

Spörum okkur 32.205 ferðir til tunglsins með einfaldari eigendaskiptum bifreiða

VIÐSKIPTAVINUR

Samgöngustofa, logo

OKKAR AÐKOMA

Bakendaforritun, framendaforritun, aðgengisráðgjöf, verkefnastýring, hönnunarsprettur

TÍMABIL

Hófst: febrúar 2019

Lauk: janúar 2023

SKOÐAÐU VERKEFNIÐ

https://www.samgongustofa.is/

Samgöngustofa í samstarfi við Stafrænt Ísland og Stafrænar lausnir Origo fóru saman í stafræna vegferð með það markmið að fækka tunglferðum Íslendinga með því að einfalda eigendaskipti bifreiða fyrir okkur öll.

38.646 umsóknir

Árið 2022 voru 38.646 umsóknir um eigendaskipti hjá Samgöngustofu. Gróflega reiknað í tíma eru það um 139.125.600 mínútur sem tekur að koma skiptunum í gegn, sem eru 2.318.760 klukkustundir. Þetta tilsvarar tímanum sem tekur að fara 309.168 flugferðir til Flórída eða 32.205 ferðir til tunglsins.

"Hér fannst okkur gott tækifæri til að ná góðum árangri, sem myndi skila öllum aðilum sem koma að ferlinu betri niðurstöðu og þá að minnsta kosti færri ferðum til tunglsins." segir Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, teymisstjóri stafrænna lausna hjá Origo.

Notendur í miðjunni

Teymið beitti notendamiðaðri þjónustuhönnun í fjórum skrefum til að koma endurbættri umsókn í loftið. Þau sem koma til með að nota umsóknina eru þannig staðsett í miðju þróunar og ferlið umvafið þeim. Við undirbúning var núverandi umsóknarferli kortlagt og flæðið sett upp myndrænt.

Við sáum strax möguleika að einfalda greiðsluferlið: ákveðið var að seljandi greiði ætíð fyrir eigendaskiptin og einungis er tekið við kortagreiðslum í umsóknarferlinu. Einnig er nú hægt að sjá eigindi sem geta verið á bifreiðum í upphafi umsóknar, þar sem eigindi geta komið í veg fyrir sölu, þannig er komið í veg fyrir að byrjað sé á eigendaskiptum með bifreið sem ekki er hægt að selja.

Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir

Teymisstjóri Stafrænna lausna hjá Origo

Samþykktarferli kaupanda, seljanda, meðeiganda og umráðamanna fer öll fram á island.is og notast er við rafræn skilríki til staðfestingar.

Hönnunin á umsókninni nýtir hönnunarkerfi Stafræns Íslands sem er þægilegt að vinna með. Við útfærðum auk þess yfirlit sem sýnir stöðu umsóknar og hver staðan er hjá öllum aðilum sem koma  að sölunni, þannig að unnt sé að höggva á hnúta sem stoppa ferlið og draga úr óvissu.

Færri fyrirspurnir

Nýtt umsóknarferli fór í loftið í maí og hefur daglegum fyrirspurnum til þjónustuvers vegna eigendaskipta fækkað verulega síðan þá. Endurgjöf notenda hefur verið glimrandi góð og fólk ánægt með snögga afgreiðslu eigendaskipta og hafa notendur sagst hafa klárað ferlið á 5 mínútum, sem áður gat tekið 2 til 3 daga.

Ráðgjöf

Stafræn vegferð með Origo

Stafrænt lausnateymi Origo hefur ástríðu fyrir því að einfalda fólki lífið. Ert þú með ferli sem þyrfti að nútímavæða?

https://images.prismic.io/new-origo/ad7fddc1-9d12-4a55-8688-0f66df8d9a63_Audur_Origo.jpg?auto=compress,format

Höfundur

Auður Karitas Þórhallsdóttir

Deila verkefni