20/10/2025
"Salan jókst úr 20 milljónum í nokkra milljarða." Ný netverslun Ofar
Ofar hefur náð ótrúlegum árangri en á örfáum árum hefur netverslunin farið úr því að vera lítill hluti starfseminnar í að vera ómissandi hluti af rekstrinum.

VIÐSKIPTAVINUR

OKKAR AÐKOMA
Forritun, sjálfvirknivæðing, samþætting, verkefnastýring
Þegar rætt er um stafræna umbreytingu er auðvelt að festast í tæknilegum smáatriðum. En árangursríkar breytingar snúast ekki bara um tækni, heldur um að skilja raunverulegar þarfir viðskiptavina, hafa kjark til að endurskoða núverandi lausnir og byggja kerfi sem styðja við viðskiptamarkmið.
Þegar Ofar hóf þessa vegferð var markmið þeirra einfalt, að gera netverslun sem virkar. Nú nokkrum árum síðar er hún orðin ómissandi hluti af starfseminni.
Salan tvöfaldaðist á hverju einasta ári og í dag fer 30% af allri sölu okkar í gegnum netverslunina.
Sævar Ólafsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar og markaðsmála hjá Ofar
Sævar Ólafsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar og markaðsmála hjá Ofar deilir innsýn úr umbreytingarferli sem margfaldaði sölu fyrirtækisins í gegnum netverslun, en salan fór úr um 20 milljónum yfir í nokkra milljarða og gerði netverslunina að einu mikilvægasta verkfæri fyrirtækisins.
Ofar er leiðandi í sölu og þjónustu á fyrsta flokks vöru- og tæknibúnaði fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið er með tæknibúnað frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony, auk þess að bjóða upp á framúrskarandi lausnir í innviðum, hljóð- og myndbúnaði.
Mikil tækifæri fyrir vöxt
Árið 2017 voru aðeins 20% af vörum Ofar aðgengilegar í netversluninni, salan dróst saman á milli ára og skortur var á mannafla til að sinna verkefnum eins og þurfti.
„Þegar við hófum þessa vegferð árið 2017 var staðan einfaldlega sú að aðeins lítill hluti af vörunum okkar var aðgengilegur á vefnum. Vefurinn var gamaldags, lítið notendavænn og salan stóð í stað, eða dróst jafnvel saman á milli ára,“ segir Sævar.
Þetta er ekki óalgeng staða hjá íslenskum fyrirtækjum. Netverslun sem var kannski byltingarkennd fyrir áratug en hefur ekki fylgt þróuninni. Starfsfólk sinnir tíu hlutverkum í einu. Úrelt kerfi sem er haldið gangandi með bráðabirgðalausnum og verður sífellt viðhaldsfrekari og skilar ekki tekjuvextinum sem netverslanir eiga að gera.
Í slíkum aðstæðum skiptir máli að vera heiðarlegur um stöðuna. Ef netverslunin er ekki að skila árangri er ólíklegt að fljótleg lagfæring dugi til.
Hjá Ofar var ljóst að tækifæri til vaxtar voru gífurleg ef tekist yrði að byggja betri og notendavænni netverslun. Í samstarfi við Origo var farið af stað í umbreytingarverkefni sem myndi styðja betur við stefnu og daglegan rekstur fyrirtækisins.

Skalanleg og opin lausn fyrir fyrirtækjamarkað
Ein stærstu mistök sem fyrirtæki gera þegar þau byggja upp netverslun fyrir fyrirtækjamarkað (B2B) er að reyna að afrita upplifun einstaklingsmarkaðar (B2C). En fyrirtækjaviðskipti eru í eðli sínu öðruvísi.
Við lögðum áherslu á að skapa skalanlegt og opið kerfi sem myndi virka vel fyrir fyrirtækjamarkaðinn. Markmiðið var ekki bara að búa til fallegan vef, heldur netverslun sem einfaldar líf viðskiptavina og starfsfólks
Sævar Ólafsson
•
Sævar Ólafsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar og markaðsmála hjá Ofar
Í framkvæmd snýst þetta um að hanna lausn sem þjónar raunverulegum þörfum fyrirtækja:
Persónubundin viðskiptakjör: Sérhver viðskiptavinur hefur sín kjör. Vefurinn þarf að þekkja þau og sýna í rauntíma. Ekki almennt verð með athugasemd um að hafa samband eða fá tilboð.
Fjöltengingar: Innkaupastjóri í samstæðu þarf að geta keypt fyrir margar starfsstöðvar án þess að þurfa að skrá sig inn og út. Þessi virkni býður upp á að hægt sé að tengja mörg fyrirtæki eða kennitölur við sama aðgang og halda þannig utan um öll viðskipti á einum stað.
Réttir samþykktarferlar: Þegar starfsmaður pantar fyrir 500.000 kr. þarf yfirmaður að samþykkja. Samþætting við Entra ID gerir þetta mögulegt og einfaldar innkaupaferlið með sjálfvirkum samþykktum.
Sjálfvirkni sem skiptir máli
Sjálfvirkni er ekki bara leið til að gera hlutina hraðar heldur tækifæri til að gera betur. Hjá Ofar hefur þetta reynst lykilatriði og hefur fyrirtækið lagt mikið í að sjálfvirknivæða ferla.
Tilboð: Öll virk sértilboð frá söluráðgjöfum eru sýnileg í netversluninni og hægt er að ganga frá kaupum hvenær sem er á meðan tilboð eru virk. Jafnframt er hægt að fá tilkynningu þegar tilboð eru við það að renna út.
Samþætting: Einn vanmetinn þáttur netverslunar er hvernig hún vinnur með gögnin bak við tjöldin. Rétt samþætting við ERP kerfi tryggir að allar upplýsingar, þ.e. myndir, lýsingar og tæknilýsingar sem dæmi, flæði sjálfkrafa inn í ferlið.
Þegar fyrirtæki er með yfir 150 vörumerki og þúsundir vara er ekki bara tímafrekt að gera þetta handvirkt, heldur nánast ómögulegt. Með sjálfvirkri gagnatengingu verða upplýsingar áreiðanlegri og ferlar einfaldari.
Eiginleikar sem skipta máli
Að byggja upp öfluga netverslun snýst um að skapa upplifun sem einfaldar, flýtir og bætir kaupferlið. Ofar hefur lagt áherslu á virkni sem þjónar bæði einstaklingum og fyrirtækjum, með notendaupplifun í forgrunni.
Öflug leitarvél: Leitarvél sem hjálpar notendum að finna réttar vörur á augabragði er gríðarlega öflgut tól.
Samanburðarvirkni: Viðskiptavinir geta borið saman eiginleika, tæknilýsingar, verð og fleiri upplýsingar hlið við hlið, sem auðveldar ákvarðanatöku og sparar tíma.
Óskalisti: Notendur geta sett vörur á óskalista og vistað þær til seinni tíma.
Vöruvöktun: Viðskiptavinir geta vaktað vörur sem eru ekki til á lager og fá sjálfkrafa tilkynningu þegar þær koma aftur í sölu.
Endurpöntun: Fyrir fyrirtæki sem kaupa reglulega sömu vörur sparar þessi virkni bæði tíma og vinnu. Notendur geta endurtekið fyrri pantanir og þannig tryggt að nauðsynlegur búnaður sé alltaf til staðar.
Að skapa forskot á framtíðina
Ofar hefur náð ótrúlegum árangri en á örfáum árum hefur netverslunin farið úr því að vera lítill hluti starfseminnar í að vera ein mikilvægasta söluleið fyrirtækisins.
Salan tvöfaldaðist á hverju ári fyrstu árin.
Í dag fer um 30% af allri sölu í gegnum netverslunina.
Sala hefur aukist úr innan við 20 milljónum í nokkra milljarða.
Þessi árangur sýnir að stafræn umbreyting snýst ekki aðeins um að elta nýjustu lausnirnar, heldur hvernig fyrirtæki nýta tæknina til að bæta upplifun viðskiptavina og einfalda eigin starfsemi. Það þarf ekki alltaf alla eiginleikana, heldur réttu eiginleikana.
Hjá Origo nálgumst við stafræna umbreytingu út frá viðskiptastefnu hvers fyrirtækis, ekki tækninni einni saman. Við byrjum á því að skilja þarfir og tækifæri hvers viðskiptavinar, kortleggjum ferla og forgangsröðum áður en við veljum þá aðferðafræði sem hentar markmiðunum og framtíðarsýn fyrirtækisins best. Þannig tryggjum við að sú aðferðafræði sem við veljum styðji við raunverulegan árangur.
Í tilfelli Ofar sem starfar á fyrirtækjamarkaði var ljóst að lausnin þyrfti að styðja við fjölbreytta eiginleika, vera skalanleg og með sjálfvirknivæðingu til að einfalda dagleg störf starfsfólksins.
Við nálgumst verkefni með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum að byggja lausnir sem bæta þjónustu, einfalda rekstur og skapa forskot á framtíðina.
Viltu umbreyta þínum stafrænu ferlum?
Við höfum sérþekkingu á að umbreyta flóknum verkefnum í notendavænar lausnir.
Bókaðu ókeypis ráðgjöf og við skoðum hvernig við getum hjálpað þínu fyrirtæki að taka stafrænt stökk.