Blogg

Office 365, Zoom og Teams vinsælustu tækniorðin á Íslandi 2020

Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri
Gísli Þorsteinsson26/12/2020

MS Office 365, Zoom og Teams voru þau tækniorð sem oftast hafa verið slegin inn af Íslendingum í leit á netinu á árinu sem er að líða, samkvæmt lista sem Origo og markaðsfyrirtækið Digido, samstarfsaðili þess, tóku saman.

Alls 6.600 Íslendingar slógu inn MS Office 365 að meðaltali á mánuði, 6.600 slógu inn Zoom og 2.900 slógu inn Microsoft Teams að meðaltali á mánuði á árinu. CRM, Power BI, jafnlaunavottun og GDPR voru þau orð sem komu næst þar á eftir.

Netöryggi einnig ofarlega í huga Íslendinga

Upplýsingatækni, fjarvinna, afgreiðslualausnir og netöryggi eru einnig ofarlega á listanum. ,,Það er greinilegt að margt sem snýr að fjarvinnu er mjög vinsælt í leit Íslendinga á leitarvélum á árinu 2020. Fólk leitar mikið af upplýsingum um tæknilausnir og -búnað sem leysa ákveðin vandamál sem upp koma, hvort sem það er vegna vinnu eða náms og hefur sá áhugi haldist nokkuð stöðgur yfir árið. Við höfum ennfremur tekið eftir mikilli sölu á ýmis konar búnaði sem virkar vel í COVID-19 ástandinu, svo sem lyklaborð sem auðvelt er að sótthreinsa, ferðatölvuskjái, heyrnartól og annað sambærilegt," segir Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo.

"Þá vekur athygli að netöryggi er Íslendingum líka ofarlega í huga. Einkum í ljósi þess að árásir og svikastarfsemi tölvuþrjóta hefur verið mikið í deiglunni, meðal annars í kjölfar fjarvinnu og -náms fólks. Á tímabili leið varla vika að ekki var minnst á óprúttnaðar aðferðir tölvuþrjóta í fjölmiðlum og virðist ekkert lát á. Af þeim sökum vill fólk hafa varann á og skoðar hvaða tæknilausnir geta hjálpað þeim gegnum slíkri óárán, einkum þegar starfsemi fyrirtækja er orðin dreifðari, þar sem fólk er ýmist í fjarvinnu eða á vinnustað. Fólk hefur mikið verið að afla sér upplýsinga um netöryggi og afleiðingar af netsvikum -árásum, svo sem DDoS,“ segir Gísli.

Margir skoða stafrænar lausnir

Hann segir að það veki líka eftirtekt að töluvert sé leitað að afgreiðslulausnum, spjallmönnum (e. chatbots), sjálfvirkni og skýjalausnum og á það sér að öllum líkindum nokkrar skýringar. „Ljóst er að verslanir og fyrirtæki eru að huga sífellt meir að aukinni sjálfvirkni og stafrænum lausnum sem skapa þeim aukinn ávinning, efla hagræði og auka um leið þjónustu til viðskiptavina. COVID-19 ástandið hefur ýtt framþróun í stafrænum lausnum fram um nokkur ár og kæmi mér ekki á óvart að stafræn vegferð tæki enn meira stökk á nýju ári," segir Gísli.

Það skal tekið fram að tækniorðalistinn er alls ekki tæmandi og byggir að hluta á lausnaframboði Origo.

Skoða listann.

Deildu blogginu
Um höfundinn
Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri
Gísli ÞorsteinssonMarkaðsstjóri Origo. Starfaði hátt í 10 ár í blaðamennsku á Morgunblaðinu en PR og markaðsmál á seinni árum. Menntun: BA í sagnfræði frá HÍ Hagnýt fjölmiðlun frá HÍ MBA frá HR. Harður Leiknismaður.

Hefur þú verkefni í huga?

Hafðu samband

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000