19/06/2023 • Hrönn Veronika Runólfsdóttir
9 skref að árangursríkri markaðsherferð í HubSpot

Eins og við vitum þá getur verið vandasamt verk að stýra markaðsherferð, en mun einfaldara ef hægt er að stýra henni í gegnum einn miðlægan vettvang eins og HubSpot.
Stjórnun markaðsherferðar í HubSpot felur í sér nokkur lykilskref. Með því að fylgja þeim, eykur þú líkurnar á því að markaðsherferðin skili góðum árangri.
#1 Skilgreindu markmið herferðarinnar
Byrjaðu á því að setja fram markmið markaðsherferðarinnar á skýran hátt. Skilgreindu hverju þú vilt áorka, hvort sem það er að búa til sölutækifæri, auka vörumerkjavitund, auka umferð á vefsíðu eða kynna tiltekna vöru eða þjónustu.
#2 Búðu til herferð í HubSpot
Farðu inn HubSpot reikninginn þinn og undir Campaigns. Smelltu á "Create campaign" og búðu til nafn og lýsingu fyrir herferðina. Þetta mun hjálpa til með að skipuleggja og fylgjast með öllu sem tengist herferðinni á einn eða annan hátt.
#3 Settu upp aðgerðir sem tilheyra herferðinni
Tilgreindu aðgerðirnar sem þú þarft fyrir herferðina, svo sem lendingarsíður, form, tölvupósta, færslur á samfélagsmiðlum og auglýsingar. HubSpot býður upp á ýmis verkfæri til að búa til og stjórna þessum aðgerðum. Til dæmis er hægt að nota „Website“ til að búa til sérstakar lendingarsíður fyrir herferðina, „Email“ til að hanna og senda tölvupósta og „Social“ til að skipuleggja og fylgjast með færslum á samfélagsmiðlum.
#4 Skilgreindu markhópinn
Notaðu upplýsingar um tengiliði í HubSpot til að flokka markhópinn þinn út frá lýðfræðilegum breytum, hegðun eða snertingum við efnið (e. Engagement). Þetta gerir þér kleift að sérsníða skilaboðin þín og miða á tiltekna markhópa með viðeigandi efni.
#5 Skipulagðu efnisgerðina
Skipuleggðu markaðsdagatalið þitt fyrir herferðina. Búðu til gott og grípandi efni sem samræmist markmiðum herferðarinnar og skapar virði og áhuga fyrir markhópinn þinn. Ákvarðaðu tíðni og tímasetningu á birtingu efnisins á milli mismunandi rása.
#6 Notaðu sjálfvirk vinnuflæði
Notaðu sjálfvirkni HubSpot til að betrumbæta vinnuflæði herferðarinnar s.s. setja upp sjálfvirka tölvupósta eða birtingu á samfélagsmiðlum. Þetta sparar þér tíma og tryggir stöðug skilaboð.
#7 Fylgstu með og greindu árangur herferðarinnar
Fylgstu með árangri herferðarinnar með því að nota skýrslur og greiningartól HubSpot. Fylgstu með lykilmælingum eins og umferð á vefsíðu, kauphlutfall, opnun og fjöldi smella í tölvupósti, og snertingar á samfélagsmiðlum. Finndu hvað virkar vel og taktu gagnadrifnar ákvarðanir til að hámarka árangur herferðarinnar.
#8 Endurtaktu og betrumbættu
Fylgstu stöðugt með og greindu árangur herferðarinnar. Tilgreindu svæði sem þarfnast úrbóta og gerðu breytingar í samræmi við það. Prófaðu mismunandi þætti eins og fyrirsagnir, myndir, ákall til aðgerða (e. CTA) eða tímasetningu til að hámarka árangur herferðarinnar.
#9 Mæla arðsemi
Mældu arðsemi af markaðsherferðinni og berðu niðurstöðurnar saman við upphafleg markmið þín. Reiknaðu út tekjurnar eða kostnaðinn við hvert tækifæri / viðskiptavin til að ákvarða árangur herferðarinnar.
Með því að fylgja þessum skrefum eykurðu líkurnar á því að markaðsherferðin þín í HubSpot skili sem bestum árangri fyrir fyrirtækið þitt.
Ekki hika við að heyra í okkur fyrir frekari upplýsingar!

Ráðgjöf
Heyrðu í okkur!

Höfundur bloggs
Hrönn Veronika Runólfsdóttir
Digital Customer Success Manager
Deila bloggi