17/11/2022 • Kristín Björnsdóttir

Síðustu öryggismistök eru besti kennarinn

Það tekur tölvuþrjóta aðeins 24 klst. að ná heildaryfirráðum yfir þínu tækniumhverfi ef þeir komast inn með tána og 54% fyrirtækja lentu í þessum þrjótum á síðustu 12 mánuðina.

Mynd af Paulu. Hún er ung, ljóshærð og alltaf með rauðan varalit.

Hvers vegna eru síðustu öryggismistök besti kennarinn?

Paula Januszkiewicz, sem er heimsþekktur öryggissérfræðingur og fyrirlesari, mun á öryggisráðstefnu Origo 30/11, halda erindið: Best Teacher is Last Mistake: Top Things You Can Do to Improve your Incident Response Plan.

"Ég mun lýsa raunverulegum tölvuárásum og ræða til hvaða varna er hægt að grípa, því staðreyndin er sú að 54% fyrirtækja lentu í einni eða fleiri árásum síðustu 12 mánuði og því á þessi boðskapur erindi til allra fyrirtækja".

Paula Januszkie

CEO of CQURE Academy Microsoft and Regional Director and MVP (Microsoft Most Valuable Professional).

Er mögulegt að það geti komið fyrir þitt fyrirtæki að skrár verði dulkóðaðar, gagnagrunnum breytt, aðgangi lokað og reikningum læst? Kannski var þitt fyrirtæki heppið og það lenti ekki í hópi þeirra 54% fyrirtækja sem urðu fyrir einni eða fleiri árásum á síðustu 12 mánuðum, en líklega er það bara tímaspursmál hvenær þú lendir í þessum hópi.

„ Árásir gerast hratt og eru víðtækari en áður, því um það bil 83% tölvuþrjóta þurfa innan við 24 klst., eftir að hafa náð yfirráðum yfir fyrstu tölvu, til að taka yfir réttindi, eyða gögnum, dulkóða öll kerfi og ná algjörri stjórn á tækniumhverfi fyrirtækisins.“

Góður upphafspunktur er því að bregðast hratt við atviki því það hjálpar fyrirtækjum að draga úr tapi sínu og endurbyggja þjónustu og ferla. Það er því sérlega mikilvægt fyrir öll fyrirtæki að hafa skiljanlega og vel æfða viðbragðsáætlun til reiðu fyrir mismunandi alvarleg öryggisatvik og hvernig höndla á ógn strax eftir að hún hefur uppgötvast.

"Ég mun leitast við í erindi mínu að að lýsa hvernig árásir eiga sér stað og hvernig á að hanna, innleiða og framkvæma skilvirka viðbragðsáætlun. Ég vona að hlustendur fái hagnýtar upplýsingar um hvernig best er að innleiða og framkvæma skipulagaða viðbragðsáætlun."

https://images.prismic.io/new-origo/8fb50793-0690-4369-bd46-75038450e2b7_kristin.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Kristín Björnsdóttir

Sérfræðingur markaðsdeild

Deila bloggi