30/10/2024 • Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Er þitt fyrirtæki í fjárhagsvanda?

Sjálfvirk innkaupagreining opnar nýja möguleika í ákvarðanatöku fyrirtækja. Með nákvæmari gögnum og betri yfirsýn geta fyrirtæki komið auga á sparnaðartækifæri í rekstrinum sem leiða til skynsamari og hagkvæmari ákvarðana.

Mörg fyrirtæki eru í bölvuðu brasi með að ná endum saman um þessar mundir. Tekjur hafa kannski ekki aukist eins og vonast var til og kostnaður hefur rokið upp. Að leggja áherslu á að auka tekjur með því að auka sölu er auðvitað frábær leið til þess að bregðast við þessu, en alls ekki eina leiðin. Á sama tíma er svo mikilvægt að huga að útgjöldum og í mörgum fyrirtækjum er þar falinn fjársjóður sem auðvelt er að ganga í.

Einföld leið til að greina útgjöld

SpendSenze er sjálfvirk innkaupagreining sem veitir notendum sínum djúpan skilning á innkaupum sínum í rauntíma. Varan greinir rafræna reikninga sem berast fyrirtækjum og nýtir ýmsar gagnalindir til þess að auðga gögnin og útbúa skýrslu tilbúna til notkunar.

Notendur geta þannig á hverjum tímapunkti sótt nákvæm innkaupagögn til greiningar og fengið um leið bætta yfirsýn sem gerir þeim kleift að grípa til aðgerða sem stuðla að lækkuðum innkaupakostnaði og skilvirkari innkaupum.

Þú færð því heildarsýn á innkaup fyrirtækis eða stofnunar. Þessi yfirsýn getur varpað ljósi á óþarfa eða óhagkvæm kaup og bent á tækifæri til sparnaðar. Lausnin gerir notendum kleift að greina reikninga á mikla dýpt, innkaupamynstur og innkaupaþróun.

Fylgstu með sóun

Bætt ákvarðanataka með sjálfvirkri innkaupagreiningu gerir notendum kleift að sækja nákvæm gögn til greiningar og fá innsýn sem stuðlar að góðri ákvarðanatöku. Þannig er einfaldara að sjá sparnaðartækifæri, semja um betri kjör við birgja og uppfylla hlítingu innri verklagsreglum og ytri viðmiðunum, til dæmis þegar kemur að umhverfismálum.

Láttu reikningana vinna fyrir þig með SpendSenze

SpendSenze eru tilbúnar skýrslur í PowerBI sem vinna fyrir þig. SpendSenze er gríðarlega hentug lausn fyrir fyrirtæki sem vilja grípa til aðgerða hratt og örugglega.

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt vita meira um SpendSenze

https://images.prismic.io/new-origo/64997ff7-9621-48c4-a1c6-3f4534b4108c_kristinhrefna.jpg?auto=compress,format&rect=0,0,497,331&w=300&h=200

Höfundur bloggs

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Forstöðuman

Deila bloggi