Blogg

Þess vegna varð MS Teams enn betra

Inga Steinunn Björgvinsdóttir23/03/2021

Microsoft Ignite, árlegri ráðstefnu fyrir tæknifólk, var að ljúka. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram rafrænt eins og aðrir viðburðir í heiminum þessa dagana. Eins og venja er kynnti Microsoft hvaða nýjar lausnir frá fyrirtækinu eru væntanlegar ásamt því hvaða breytingar/þróun er að eiga sér stað á núverandi lausnum.

Hin geysivinsæla lausn, Microsoft Teams, er þar engin undantekning. Microsoft heldur áfram þróun á Teams sem miðar að því að hjálpa fólki að tengjast og vinna enn betur saman.

Enn betri fundarupplifun

Microsoft hefur lagt mikla vinnu í að þróa Teams, en meðal nýjunga sem virkjuðust nýlega má nefna PowerPoint live og möguleikann fyrir þátttakendur til að bregðast við fundinum með því að nota emoji í rauntíma.

Fleiri nýjungar eru væntanlegar:

Dynamic view í Teams kemur með tillögu að uppsetningu á fundinum á skjánum svo hægt sé að ná sem bestri upplifun fundargesta. Eftir því sem fundargestir bætast við á fundinum, kveikja á myndstillingu, byrja að tala eða hefja kynningu á einhverju efni þá stillir Teams sjálfkrafa hvernig uppsetningin birtist eftir því sem metið er ákjósanlegast hverju sinni. Væntanlegt fljótlega.

View switcher: Nú er hægt að stýra því sjálfur hvernig þú sérð efni fundarins. Með því að smella á View switcher táknið í efstu stikunni getur þú nú auðveldlega valið hvernig þú upplifir fundinn. Skiptu yfir í Together mode, Gallery at top, Focus eða Full screen, allt eftir því hvað hentar þér. Væntanlegt fljótlega.

Presenter mode: Miklar umbætur eru væntanlegar fyrir þá sem eru að kynna efni í gegnum Teams. Með endurbættum kynningarham (presenter mode) er nú hægt að velja milli mismunandi framsetningar á kynningarefninu og birtingu á kynnandanum sjálfum sem nú getur t.d. birst inni á kynningarefninu eða í sér glugga til hliðar við efnið. Væntanlegt fljótlega.

Vefvarp í Teams á leiðinni

Fljótlega verður eins auðvelt að bjóða upp á vefvarp í gegnum Teams eins og að skipuleggja fjarfund:

Allt að 1.000 gagnvirkir þátttakendur
Fjölbreyttir framsetningarmöguleikar
Q&A spjall
Viðbrögð frá þátttakendum í rauntíma
Þróað stillingarumhverfi fyrir stjórnendur vefvarpsins
Allt að 10.000 view-only þátttakendur

Þú velur einfaldlega webinar, meeting eða live event eftir því hvert tilefnið er og munt t.d. geta búið til sérsniðna skráningarsíðu fyrir vefvarpið í gegnum Teams og náð í sérstaka skýrslu að loknu vefvarpi, sem sýnir virkni þátttakenda.

Bráðlega mun Teams svo einnig styðja gagnvirka fundi og vefvörp (webinars) fyrir allt að 1.000 þátttakendur í einu og ef fjöldi fundargesta fer yfir þúsund þá breytist vefvarpið sjálfkrafa í view-only útgáfu með 10.000 þátttakenda hámarki. Í lok árs mun þetta hámark tvöfaldast og færast upp í 20.000 þátttakendur. Með view-only vefvarpi lokast sjálfkrafa fyrir að video og hljóð frá þátttakendum og geta þátttakendur.

Fleiri nýjungar í MS Teams eru væntanlegar. Kíktu á yfirlitið hér.

Deildu blogginu
Um höfundinn
Inga Steinunn Björgvinsdóttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000