02/11/2020 • Ásta Guðmundsdóttir

Er tækniskuldin að sliga reksturinn?

Rekstur upplýsingatæknikerfa er margþættur, getur verið flókinn og oft á tíðum mjög kostnaðarsamur með óvæntan og ófyrirséðan kostnað. Reksturinn  er oft á höndum fárra aðila innan fyrirtækja og lítið svigrúm myndast fyrir umbætur og framþróun í upplýsingatækn...

Mikilvægt er að íhuga vel hvaða starfsemi er rétt að útvista og gera sér grein fyrir tilætluðum ávinningi. Lengi hefur tíðkast að fyrirtæki úthýsi annarri þjónustu ss. lögfræðiþjónustu, bókhaldsþjónustu o.s.frv. sem tengist ekki kjarnastarfsemi með beinum hætti. Rekstur upplýsingatæknikerfa ætti ekki að vera undantekning á þessu en vanda þarf til verka.

Hver er ávinningur af útvistun?

Með því að útvista rekstri upplýsingatæknikerfa er hægt að ná fram kostnaðarlegu hagræði ef vandað er til verka við samningagerð. Kostnaður lækkar og verður fyrirsjáanlegur innan þess ramma sem er útvistað. Það er kostnaðarsamt að ráða og þjálfa nýtt starfsfólk en þörfin fyrir utanaðkomandi aðstoð er að öllum líkindum enn til staðar samt sem áður og sá kostnaður oft sveiflukenndur.

Útvistunaraðilar hafa oftar en ekki úr að velja fjölda sérfræðinga og birgja með víðtæka þekkingu og reynslu. Slík þekking kemur fyrirtækjum sem útvista til góða og nýtist í þeim rekstri og verkefnum sem eiga við hverju sinni.

Öryggi tölvukerfa hefur verið fyrirtækjum mikilvægt í mörg ár en nú á tímum aukinnar fjarvinnu og síbreytilegs landslags tækniumhverfis koma útvistunaraðilar sterkir inn. Þeir eru oftar en ekki undir ströngu eftirliti er kemur að öryggi og með miklar öryggiskröfur um t.d. uppitíma, rekjanleika og vernd gagna. Smærri fyrirtæki eru þá farin að sitja við sama borð og þau stærri þegar kemur að því að nýta upplýsingatækni til að auka samkeppnisforskot á markaði.

Þú getur einbeitt þér að þínum rekstri

Útvistun upplýsingatæknireksturs gerir fyrirtækjum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og stuðla þannig að vexti og framgangi fyrirtækis.

Með stuðningi útvistunaraðila geta fyrirtæki náð fram fyrrgreindu samkeppnisforskoti með því að verja tíma sínum og fjármagni í verðmætaskapandi verkefni í stað þess að láta rekstur flókinna upplýsingatæknikerfa dreifa athygli sinni.

Upplýsingatæknin breytist hratt og er í stöðugri þróun. Útvistunaraðilar þurfa sífellt að bæta við og uppfæra þekkingu til að missa ekki af lestinni og þau fyrirtæki sem útvista njóta góðs af því. Stöðugar umbætur í rekstri og þróun er undirstaða samstarfs útvistunaraðila og fyrirtækja sem styður við vegferð þeirra og samkeppnisforskot.

Ávinningurinn sem hér er rakinn er ekki tæmandi en ítrekar mikilvægi þess að horfa ekki einungis í krónutölur þegar kemur að útvistun, þó vissulega sé möguleiki á slíku hagræði. Mikilvægast er að horfa í heildarmyndina og þann ávinning sem skapast sem ætlað er að styðja við vegferð fyrirtækja að virðisaukningu.

https://images.prismic.io/new-origo/a775ae00-cbea-4926-9c46-b87200b20eb0_Origo_Asta9754_50.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Ásta Guðmundsdóttir

Forstöðumaður Þjónustumiðju

Deila bloggi