Blogg

Fjárfesting í verðmætum og tækjum fer vaxandi á Covid-tímum

Maria Hedman, vörueigandi CCQMaria Hedman23/11/2020

2020 er árið sem við neyddumst skyndilega til að læra ný vinnubrögð. Teams, Zoom og annar fjarfundarbúnaður varð okkar nýi hversdagsleiki. Viðbrögðin við þessum breyttu aðstæðum voru allskonar og aðlögunin leitt af sér atvik sem kannski voru pirrandi eða jafnvel fyndin eða pínleg. Við sem gátum, fluttum vinnustaðinn heim og það tók okkur smá tíma að venjast nýju umhverfi og vinnuháttum.

Að eiga fund þar sem þú starir upp í nef þátttakanda var allt í einu frekar algengt eða að sjá einungis enni fundargesta, í önnur skipti fundum við fyrir frustrarsjón þegar annar fjölskyldumeðlimur byrjaði skyndilega að ryksuga, spila of háa tónlist, og allt í einu urðum við mun meðvitaðri um umhverfi okkar þegar óskipulagt heimili eða fjölskyldumeðlimir á náttfötum blöstu við öllum á fundinum.

En þá voru fræðslugúrin ekki lengi að fylla dagana með stuttum kennslu- og fræðslumyndböndum um hvernig við ættum að sitja fyrir framan skjáinn, að við ættum alltaf að hafa á mute þegar við erum ekki að tala og hvernig við gætum hlíft heimilisumhverfinu með mismunandi bakgrunnum sem Teams og hinar fundarveiturnar bjóða upp á.

Sala á tölvubúnaði eins og skjáum, heyrnartólum, dokkum og öðrum nauðsynlegum verðmætum sló öll met og brátt hafði hinn almenni starfsmaður ekki bara eina starfsstöð heldur tvær.

Auðvitað hefur þetta haft þær afleiðingar að kostnaður fyrirtækisins við þessar fjárfestingar hefur farið fram úr fjárlögum síðasta árs heila hestalengd.

Hefur þú góða yfirsýn yfir öll þessi verðmæti?

Jú, þú veist líklega hversu mikið er keypt fyrir því þú getur auðveldlega flokka það úr bókhaldinu. Við hefðum sennilega átt að spyrja, geturðu auðveldlega fengið upplýsingar um hvaða tæki hver starfsmaður er með?

Reynsla okkar er sú að flest fyrirtæki hafa í fyrsta lagi ekki góða yfirsýn yfir hvaða búnað starfsfólk hefur og í öðru lagi í hvaða ástandi þessi búnaður er. Að auki er að öllum líkindum ekki verið að fylgjast með hvort öllum búnaði sé skilað ef það ætti að vera þannig þegar starfsfólk hættir.

Með grófum útreikningi er kostnaður búnaðar (skjár, dokka, heyrnartól) fyrir hvern starfsmann um það bil 200.000 kr. og þá eru tölvur og farsímar ekki talin með. Það þarf ekki mjög mikið af starfsfólki til að kostnaðurinn verði sjö stafa tala.

Með CCQ Eignaskrá geturðu auðveldlega fengið betri yfirsýn yfir þann búnað sem hver starfsmaður hefur.

Með því að búa til CSV skrá geturðu auðveldlega flutt inn allar nauðsynlegar upplýsingar um búnaðinn ykkar og síðan getur þú tengt núverandi búnað við hvern starfsmann með því að nota inn- og útlánavirknina í CCQ.

Að auki er hægt að prenta út QR kóða og líma á tækið; dokku, skjá eða annan búnað. Með því að nota QR-skanner í símanum getur þú þá auðveldlega skannað til að komast að því hvaða búnaður þetta er og í fengið upplýsingar um hver er að nota hann. Kóðinn hjálpar líka notendum sem geta auðveldlega skannað kóðann og tilkynnt um bilun. Kerfið sendir síðan sjálfkrafa bilanaskýrslu til umsjónaraðila tækis.

CCQ Eignaskrá er með notendavænt útlit og hefur innbyggðar aðgerðir til að hanna eyðublaðið að þínum óskum. Já, þú last rétt, þú getur hannað eigin eyðublöð alveg án þess að þurfa forritunarhæfileika! Með því að byggja upp eyðublöðin í samræmi við CSV skrána geturðu líka flutt risavaxna skrá inn og forðast í óþarfa handavinnu.

Í kerfinu er einnig hægt að skipuleggja og fá yfirsýn yfir bilanir, viðhald, kostnað og birgja. Ef þú ert með þjónustusamning við birgjana vistarðu hann í skrána um tækið sem gerir þér kleift að safna öllum mikilvægum upplýsingum á einn stað.

CCQ Eignaskrá er kerfi sem tilheyrir heildarlausn fyrir hlítingu en er hægt að nota sjálfstætt án hinna eininganna.

Sérstakt jólatilboð á CCQ Eignaskrá

Við bjóðum upp á jólatilboð þar sem allir nýir viðskiptavinir okkar geta nýtt sér fría prufu í nóvember og 25% afslátt fram að áramótum. Ef þú þarft ráðgjöf til að koma þér betur af stað bjóðum við upp á 30 mínúta fría kennsla og umfram það 20% afsláttur á tímagjaldi fyrstu 2 mánuðina.

Deildu blogginu
Um höfundinn
Maria Hedman, vörueigandi CCQ
Maria HedmanMaria er vörueigandi CCQ hjá hugbúnaðarlausnum Origo en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan í nóvember 2015. Maria er með MS gráðu í Strategic Brand Mangement frá IHM Business School í Svíþjóð. Hún hefur starfað innan fagsviðs gæðastjórnunar síðan 2001.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000