03/07/2024

Hvernig ákveða fyrirtæki laun starfsfólks?

Laun starfsfólks byggja á ýmsum upplýsingum sem finna má í innra og ytra umhverfi fyrirtækja. Til að mynda ábyrgð, starfsreynslu, menntun og laun sambærilegra starfa svo eitthvað sé nefnt. 

Teitur og Sveinborg

Við ræddum við tvo sérfræðinga til að fá betri innsýn inn í þær ákvarðanir og upplýsingar sem hjálpa starfsfólki á mannauðssviði að taka launaákvarðanir. Það eru þau Teitur H. Syen framkvæmdarstjóri mannauðs og gæða hjá Icelandia og Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðs- og stefnustjóri hjá BYKO en þau eru bæði með áralanga reynslu af launasamtölum. 

Hvaða upplýsingum byggja launaákvarðanir á? 

Það getur reynst snúið að taka ákvarðanir um laun starfsfólks. Fyrirtæki eru oft með mörg störf sem eru fjölbreytt og fela í sér ólík verkefni og ábyrgð og getur því verið snúið að vita hvaða laun eru viðeigandi fyrir umrætt starf. Það eru þó til ýmis gögn sem að hjálpa starfsfólki sem vinnur  í mannauðs- og launamálum að taka góðar og upplýstar ákvarðanir um laun starfsfólks.  

Sveinborg og Teitur áttu það sameiginlegt að byggja launaákvarðanir á nokkrum þáttum. Sveinborg greindi frá því að laun starfsfólks byggi á jafnlaunakerfi, frammistöðu í starfi og markaðsgögnum varðandi sambærileg störf. Teitur lýsti því að hjá Icelandia væri ákveðinn launastrúktúr hjá fyrirtækinu sem þau fylgja en auk þess er litið til sambærilegra starfa og þeirra markaðsgagna sem liggja fyrir.

Hvaða upplýsingar vantar í launaákvörðunaratöku? 

Til þess að taka góðar og upplýstar ákvarðanir um laun þarf að vera með góð gögn við hendi. Aðspurð hvort það væru einhverjar upplýsingar sem vantar þegar kemur að launaákvörðunartöku greindu Sveinborg og Teitur frá því að mikilvægt væri að vera með fersk markaðsgögn sem gera grein fyrir því hvernig staðan er á markaðnum í dag. Eins og staðan er í dag eru slíkar upplýsingar aðgengilegar í skýrslu sem gefin er út einu sinni á ári og því verða gögnin fljótlega úreld þar sem við búum við örar launabreytingar hér á landi. 

Við fáum markaðsgögnin einu sinni á ári og uppreiknum tölurnar miðað við breytileika á launavísitölu frá Hagstofunni. Það væri til mikilla bóta að vera með lifandi gagnagrunn þar sem við gætum flett þessum upplýsingum upp og séð rauntölur fyrir síðasta mánuð eða ákveðið tímabil.

Sveinborg Hafliðadóttir

Mannauðs- og stefnustjóri hjá BYKO

Auk þess benti Teitur á að það vanti mikið af störfum í ÍSTARF flokkunina eins og hún er í dag, en fjöldi starfa eru til á Íslandi sem eru ekki skilgreind samkvæmt þessari flokkun. Þetta gerir mannauðsfólki erfitt fyrir, því þá þarf oft að miða við önnur sambærileg störf á markaðnum.  

Mikilvægt að greiða laun eftir getu og sanngirni 

Teitur greindi frá því að það sé mikilvægt að fyrirtæki greiði laun sem eru sanngjörn en á sama tíma viðráðanleg fyrir fyrirtæki að greiða. Einstaklingar koma oft í viðtöl og eru ekki nógu vel upplýstir um hvað sé greitt fyrir slíkt starf og geta verið með væntingar sem eru hærri eða lægri en markaðslaun segja til um. Hann segir að það sé mikilvægt að halda sig við markaðsvirðið og þann ramma sem er hjá fyrirtækinu jafnvel þó að viðkomandi hafi verið með lægri væntingar. Traust skapar undirstöðuna að öllum samböndum og þá upplifir fólk að það sé ekki verið að reyna fá það inn sem ódýrast heldur að verið sé að greiða því sanngjörn laun í takt við markaðinn og sambærileg störf.  

Því meiri skýrleiki sem er í svona kerfum því betra er það fyrir alla.

Teitur H. Syen

Framkvæmdarstjóri mannauðs og gæða hjá Icelandia

Gríðarlega mikilvægt að hafa fersk markaðsgögn í launaákvörðunartöku

Gömul og úrelt markaðsgögn munu bráðum heyra sögunni til en Rúna launvakt er snjöll lausn sem hefur verið í þróun hjá Origo á síðustu misserum og er væntanleg á markað í ágúst. Rúna mun veita fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar á markaði, á aðgengilegan og skiljanlegan hátt. Gögnin sem Rúna veitir eru fersk og áreiðanleg og sýna stöðu þíns fyrirtækis miðað við markaðinn, svo fyrirtækið geti tekið skynsamlegar og góðar launaákvarðanir fyrir sig og sitt starfsfólk. 

Rúna launavakt.Rúna launavakt.

Mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera upplýst og geta greitt samkeppnishæf laun 

Það sem vantar í dag, og þið eruð vonandi að ná með Rúnu er raunhæfa mynd á markaði. Að mínu mati er þetta óafsakanlegt gap sem er í upplýsingagjöf í dag, það er grundvallaratriði að við vitum raunveruleg markaðslaun eða eins raunveruleg og hægt er.

Teitur H. Syen

Framkvæmdarstjóri mannauðs og gæða hjá Icelandia

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vita stöðuna á markaði til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir og greitt sanngjörn og samkeppnishæf laun eins og Sveinborg greindi frá.   

Við viljum vera eftirsóknaverður vinnustaður og það felur í sér að við þurfum að vera á tánum allan ársins hring um hvert markaðsvirði starfanna okkar er.

Sveinborg Hafliðadóttir

Mannauðs- og stefnustjóri hjá BYKO

Rúna launavakt

Viltu vita meira um Rúnu launavakt?

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt vita meira um Rúnu launavakt!