15/12/2023

Hvernig er hægt að hámarka virði skýjavegferðar?

Helstu áskoranir við skýjavegferð og topp 4 ástæður til að halda áfram!

Mikill meirihluti fyrirtækja og stofnana í heiminum nýtir sér einhverjar skýjalausnir í dag og eykst notkunin ár hvert. 40% af þeim sem hefja sína skýjavegferð gera það til að sjálfvirknivæða ferla, minnka handavinnu og lækka kostnað. Orðið vegferð bendir til þess að slíku verkefni ljúki ekki enda er umhverfið og lausnirnar alltaf að þróast og styrkjast. Það eru ávallt einhverjar nýjungar á ferðinni, samtengingar á milli kerfa sem áður gátu ekki talað saman, aukinn hraði eða meira pláss, ný kerfi sem umbylta markaði eins og gervigreind og nýjar leiðir til að tryggja öryggi.

En af hverju ættu fyrirtæki að halda sinni skýjavegferð áfram? Rannsóknir sýna að það eru fjórar megin ástæður fyrir því að fyrirtæki ná að hámarka virði sinnar skýjavegferðar. Þessi grein fjallar um þessar helstu ástæður ásamt því hvernig Microsoft Azure getur  komið að góðu gagni í skýjavegferðinni.

Við hjá Origo fylgjumst vel með þróun skýjalausna og geta sérfræðingar okkar stutt við þinn rekstur og aukið þannig virði ykkar skýjavegferðar.

1. Netöryggi

Tryggðu framleiðni og rekstrarhæfni með öruggum skýjalausnum

Ný gögn benda til þess að Evrópa sé að þjóta upp vinsældarlistann hjá netþrjótum og hafi mögulega tryggt sér toppsætið yfir fjölda fyrirtækja sem verða fyrir netárásum.

Það má velta fyrir sér hvort dregið sé úr öryggi þegar gögn og kerfi eru færð í skýið, en raunin er sú að 94% af minni og meðalstórum fyrirtækjum telja sig hafa bætt öryggi við að færa sínar lausnir í skýin. Sem dæmi má nefna að Azure býður upp á háþróaðar aðgangsstýringar, margþátta auðkenningar, skilyrtan aðgang og getur áttað sig á breyttri hegðun notenda og þannig náð að uppfylla flóknar öryggiskröfur.

Eru skyjalausnir öruggar? Eru skyjalausnir öruggar?

2. Hagræðing og einföldun

Náðu hagræðingu í rekstri með því að nýta þér sjálfvirknimöguleika og sveigjanleika skýjalausna og færðu vinnuflæði til betra vegar

Það getur verið talsverð hagræðing í því að færa kerfi og gögn upp í skýin og það er talið að skýjalausnir geti verið 40 sinnum hagkvæmari en hefðbundin upplýsingatæknikerfi og þar spilar sjálfvirknivæðing lykilhlutverk.

Yfir 40% fyrirtækja og stofnana nota sjálfvirkni skýjalausna til kostnaðarhagræðingar, til að spara tíma og draga úr óþarfa eyðslu. Þannig er hægt að fylgjast með umhverfinu, sem aftur hjálpar til við að draga úr sóun.

Til þess að átta sig á hvar slík tækifæri gætu legið,  getur verið gagnlegt að nýta Azure Monitor sem veitir góða yfirsýn á heilbrigði innviða og þjónustna sem dvelja í  skýinu. Enn frekar leyfir Azure Arc fyrirtækjum að blanda saman ólíkum skýjalausnum til að ná enn betri yfirsýn. Með góðri yfirsýn og réttri nýtingu skýjaumhverfis er nefnilega hægt að bæta skilvirkni upplýsingatækniteyma um 53%.

Skýjalausnir gera fyrirtækjum kleift að skala sig hratt upp án þess að fjárfesta í nýjum búnaði og svo skala sig aftur niður þegar álagið minnkar og þannig sparað mikla fjármuni. Þá er hægt að stilla afköst þannig þau uppfylli kröfur um fjárútlát, til þess að koma í veg fyrir að óvæntur umframkostnaður myndist.

3. Tvö hundruð þjónustur á einum stað

Skýjaþjónusta eins og Azure er ótrúlega sveigjanleg og býr til að mynda yfir 200 lausnum. Það vinsælasta hjá evrópskum fyrirtækjum er að nýta tölvupóst (79%), vista gögn (66%), skrifstofulausnir (61%), fjármálalausnir (47%) og gagnagrunna (46%).

Með Azure er hægt að setja upp Windows sýndarvél fyrir notanda á Mac tölvu. Þannig getur notandinn komist í hugbúnað sem keyrir bara á Windows, sett upp persónulega ChatGPT gervigreindarþjónustu sérhannaða fyrir reksturinn eða sett af stað gagnagreiningu á stóru gagnasetti sem venjulega  tæki verulega langan tíma á fartölvu. Microsoft leggur mikið upp úr því að smíða lausnir sem skila rekstrarlegum ávinningi og þannig að þær vinni vel saman og spili lykilhlutverk í að tryggja samkeppnishæfni.

Vinsælar skýjaþjónusturVinsælar skýjaþjónustur

4. Gagnaseigla, endurheimt gagna og rekstraröryggi

Í tilfelli atviks, eins og t.d. útfalls eða tapi á gögnum, er hægt að nýta sér sérstakar lausnir til að endurheimta gögn og kerfi á mettíma. Með blönduðu umhverfi getur skýjalausn tekið við af hefðbundnum netþjónum við útfall og haldið rekstri gangandi, en stöðugur uppitími er lykilatriði í rekstraröryggi. Með rétt hönnuðu umhverfi er því hægt að minnka tímann við endurheimt gagna til að mynda úr klukkutímum niður í mínútur.  

Tengdar lausnir

Við hjá Origo erum sérfræðingar í skýjalausnum

Með skýjalausnum getur þú lækkað rekstrarkostnað, aukið öryggi, frelsi og hámarkað uppitíma kerfa og búnaðar.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni

Fáðu ráðgjöf

Við hjá Origo höfum sérhæft okkur í skýjalausninni Azure og getum aðstoðað við að halda skýjavegferðinni áfram svo hægt sé að ná fram sem mestri hagræðingu á meðan þið einbeitið ykkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins.