26/05/2023 • Snorri Guðmundsson
Hvernig nýtist gervigreind þér í HubSpot?
HubSpot er að þróa gervigreind sem einfaldar og flýtir fyrir bæði í sölu- og markaðsmálum.

Þróun á gervigreind er á fullri ferð í HubSpot og er nú hægt að sækja um aðgang að Beta fyrir ChatSpot smáforritið og AI Content Assistant. ChatSpot þarftu að sækja í gegnum HubSpot Marketplace á meðan Content Assistant er innbyggt í HubSpot.
ChatSpot smáforritið leysir verkefni hraðar
ChatSpot er samvinnuverkefni á milli ChatGTP og HubSpot þar sem þú gefur gervigreindarskipanir í gegnum spjall. Smáforritið er keyrt áfram af GPT-4 sem er nýjasta gervigreindarvélin frá ChatGPT. ChatSpot tengist HubSpot aðganginum þínum og sækir gögn þangað í rauntíma. Þú getur beðið um innsýn, upplýsingar og skýrslur eins og þú sért að tala við vinnufélaga. Notagildi smáforritsins er nánast óendanlegt og því getur verið örlítið yfirþyrmandi að stíga sín fyrstu skref í notkun þess. Hér eru nokkur dæmi um hvernig ChatSpot getur nýst þér í sölu- og markaðsmálum.
Hvernig nýtist ChatSpot mér í sölu?
Þegar kemur að sölu er auðvelt að ná í skýrslur fyrir helstu mælikvarða (KPI) sem fyrirtækið er að nýta sér. Sem dæmi þá getur þú með einföldum skipunum fengið yfirlit yfir öll sölutækifæri sem hafa verið stofnuð af þér eða innan teymis. Þú getur einnig búið til fjölda lista með einföldum skipunum. Má þar helst nefna lista yfir sölutækifæri, tengiliði, fyrirtæki og þjónustubeiðnir.
Hvernig nýtist ChatSpot mér í markaðsmálum?
Þú getur sótt öll gögn sem snerta markaðsmál svo sem niðurbrot yfir heimsóknir á vefsvæði eftir tímabilum. Þegar ChatSpot er búið að greina gögnin er yfirlitið sent til þín í tölvupósti. ChatSpot er einnig frábært fyrir alla efnisgerð og ekki síst við gerð myndefnis. Þú getur einfaldlega skrifað inn í smáforritið hvernig myndefni þú óskar eftir og ChatSpot býr það til fyrir þig.
Notaðu AI Content Assistant við efnisgerð
Efnisgerð er lykillinn að því að fá fleiri heimsóknir á vefsíðuna okkar og viðhalda góðu viðskiptavinasambandi. En það getur verið bæði tímafrekt og dýrt. AI Contact Assistant getur hjálpað þér að koma með hugmyndir að góðu efni, setja saman uppkast á aðeins örfáum sekúndum.
Þú getur notað AI Contact Assistant til að aðstoða þig við efnissköpun svo sem bloggfærslur, samfélagsmiðlafærslur, heimasíður, markpósta, sölupósta og í raun í alla almenna textagerð sem notast er við í daglegum störfum.
Myndbandið hér fyrir neðan útskýrir vel hvernig AI Content Assistant getur auðveldað og hjálpað okkur með ákveðin verkefni.

Ráðgjöf
Heyrðu í okkur

Höfundur bloggs
Snorri Guðmundsson
CRM Consultant
Deila bloggi