Svona fékk Reykjafell öryggismálin á hreint

„Ég vildi vita hvar við stæðum og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Þetta var mjög gagnlegt og er eitthvað sem ég tel að öll fyrirtæki ættu að huga vel að,“  

segir Þórður Illugi Bjarnason framkvæmdastjóri Reykjafells um Öryggismat Origo sem fyrirtækið fór nýlega í gegnum. Í Öryggismatinu gera sérfræðingar Origo heildarúttekt á öryggismálum fyrirtækis og meta stöðuna á sviði upplýsingaöryggis.

Niðurstaðan kom á óvart 

Þórður fór í gegnum Öryggismatið eftir að hafa verið í þeirri vegferð að yfirfara öll upplýsingatæknimál Reykjafells.  

Niðurstaðan var gríðarlega gagnleg og kom mér ánægjulega á óvart. Ég fékk mjög góða heildaryfirsýn yfir stöðu allra þessara öryggisþátta sem maður er dagsdaglega að reyna að halda utan um í rekstrinum.

0:00

0:00

Öryggisþættir sem vilja gleymast 

Stjórnendur fyrirtækja sem fara í gegnum matið þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort eitthvað sé að í öryggismálum, vettvangi þar sem þeir vita oft ekki hvar þeir eigi að byrja að leita að vandamálum.  

Í Öryggismatinu er farið ítarlega yfir þá allra helstu öryggisþætti, meðal annars þá sem margir láta framhjá sér fara. Í skýrslunni sem fyrirtækið fær í hendurnar í kjölfarið er farið yfir mögulega öryggisbresti og úrbætur sem þörf er á, allt á mannamáli, auðskilið hvort sem tækniþekking er mikil eða lítil.