08/08/2025

Ert þú viss um að þú sért að fá bestu innkaupaverðin?

Hvar liggja sparnaðartækifærin í rekstrinum? Með því að greina verðhækkanir tímanlega getur þú dregið úr sóun í innkaupum, samið um betri kjör við birgja og aukið hagkvæmni.

Það er fimmtudagsmorgun. Þú opnar bókhaldskerfið og ert að fara að bóka reikning frá þekktum birgja. Ekkert óvenjulegt við það, sömu vörur og vanalega og sama magn. Þú bókar reikninginn og heldur áfram með daginn. Hefðir þú tekið eftir því ef þessi reikningur væri 5% dýrari en sá sem þú borgaðir fyrir sex mánuðum síðan?

Verðhækkanir frá birgjum læðast nefnilega inn án þess að það hringi viðvörunarbjöllum á þeim tímapunkti, og áður en þú veist af ertu að borga tvöfalt verð fyrir vöru miðað við árin áður.

Af hverju ert þú að eyða of miklu í innkaup?

  1. Þú sérð verðhækkanir of seint. Vara sem áður kostaði 500 kr., kostar nú 950 kr., en þú tókst ekki eftir verðhækkuninni.

  2. Árstíðabundin kaup. Þegar innkaup eru óregluleg getur verið erfitt að bera saman verð milli tímabila.

  3. Margir innkaupaaðilar. Ef fleiri en einn aðili kaupir inn fyrir fyrirtækið tapast oft yfirsýn.

  4. Skortur á tíma eða mannafla. Fá fyrirtæki hafa bolmagn til að greina innkaupamynstur eða verðþróun handvirkt.

  5. Gögn eru dreifð. Gögnin eru til en þau liggja í fjárhagskerfum, Excel skjölum og tölvupóstum.

Spurningar sem stjórnendur ættu að spyrja sig

  • Hvar liggja sparnaðartækifærin í rekstrinum mínum?

  • Hefur einhver birgi hækkað verð án þess að ég hafi tekið eftir því?

  • Eru sömu vörur keyptar frá mismunandi birgjum á mismunandi verðum?

  • Hefur magn innkaupa aukist og einingarverð líka?

  • Hvaða vöruflokkar kosta okkur mest og hvers vegna?

SpendSenze

SpendSenze er sjálfvirk innkaupagreining sem tekur saman öll innkaupin þín um leið og rafrænn reikningur berst, og niðurstöðurnar birtast samstundis á skýran og auðlesanlegan máta. Lausnin tekur saman öll innkaupin þín, hvort sem það eru vörur eða þjónusta, og flaggar verðhækkunum sérstaklega.

Þú getur skoðað verðþróun á einstökum vörum, verðþróun hjá öllum birgjum sem þú verslar við og séð hvar þín helstu sparnaðartækifæri liggja. Þú þarft því ekki að sitja og rýna í innkaupatölur og reikninga svo tímunum, eða jafnvel dögunum skiptir. SpendSenze gerir það fyrir þig og sýnir þér strax hvar þú átt að grípa til aðgerða svo þú tapir ekki peningum í innkaupunum þínum.

SpendSenze hjálpar þér að:

  • Draga úr sóun í innkaupum

  • Ná betri samningum við birgja

  • Varpa ljósi á verðhækkanir

  • Sjá innkaupagögn á notendavænni skýrslu

Hvað ef þú tækir tímanlega eftir verðhækkunum?

Ímyndaðu þér að þú fáir viðvörun í hvert skipti sem einingarverð hækkar. Þú gætir:

  • Átt samtal við birgja áður en hækkunin festist í sessi.

  • Leitað að öðrum birgjum ef þinn birgi er orðinn of dýr.

  • Samið um magnafslætti.

  • Skipulagt innkaupin betur.

Brauð & Co lækkaði einingarverð á lykilvörum um 11%

Brauð & Co. notaði SpendSenze til að greina þróun í einingarverði á lykilvörum. Þrátt fyrir aukin innkaup reyndist verðið hafa hækkað. Með gögnum úr SpendSenze tókst þeim að eiga árangursríkt samtal við birgjann og náðu fram 11% lækkun á lykilvörum sínum.

Hvernig nýtti Brauð & Co. sér SpendSenze?

Brauð & Co. hefur notað SpendSenze í nokkra mánuði, en lausnin hefur á þeim tíma aðstoðað þau við að ná fram hagræðingu í innkaupum svo um munar. Þar spilar verðvöktun og ítarleg birgjagreining stórt hlutverk.

Einföld leið til að greina útgjöld

Vilt þú vita meira um SpendSenze?

Fáðu skýrt yfirlit yfir útgjöld rekstrarins, greindu dulinn kostnað sem áður væri erfitt að finna og komdu auga á sparnaðartækifæri.